bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Olíubrennsla. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7257 |
Page 1 of 2 |
Author: | Eggert [ Mon 30. Aug 2004 20:01 ] |
Post subject: | Olíubrennsla. |
Jæja, þá er kallinn að spá í einni E34 fimmu... Hversu ó/eðlilegt er að bíllinn brenni um hálfum líter(kannski rúmlega það) af olíu við hvern bensíntank ? Þetta er 520i '89 með m20 vélinni. Beinskiptur... Einnig, þá er farið að heyrast í ventlum á vélinni, tjah.. eða undirlyftum. Ég er barasta ekki viss. Allavega eitthvað þvíumlíkt hljóð. Er ekki bara eðlilegt að þessir BMWar láti aðeins heyra í sér ? Ef það er eitthvað sem þið getið bent mér á að skoða sérstaklega vel áður en ég kaupi, þá eru allar slíkar ábendingar vel þegnar. ![]() |
Author: | moog [ Mon 30. Aug 2004 21:07 ] |
Post subject: | |
Þessi olíubrennsla er nú bara nokkuð svipuð þeirri og Galantinn minn er að brenna... sá bíll er ekinn 286 þús. og var hann keyptur til bráðabirgða á 20 þús. (hissa á því að hann sé ekki dauður ennþá) ![]() |
Author: | Eggert [ Mon 30. Aug 2004 21:11 ] |
Post subject: | |
Þessi bíll er ekinn 278 þúsund, Mjög heill að virðist. En ég hef séð mun verri 520i E34 bíla ekna um 150 þúsund. |
Author: | jonthor [ Tue 31. Aug 2004 05:58 ] |
Post subject: | |
Væntanlega ekkert svo óeðlilegt m.v. þetta mikið ekinn bíl, þekkirðu ekki einhvern sem getur skipt um heddpakkningu fyrir þig? ![]() |
Author: | sindrib [ Tue 31. Aug 2004 09:04 ] |
Post subject: | |
bara senda heddið upp í kistufell þú sleppur örugglega undir 30 þús kr með því að láta skipta um ventlaþéttingar og allann pakkann, ekki nema olíu hringinir séu slappir, þjöppumældu bílinn ef þú ert eh alvarlega að spá í honum. |
Author: | gstuning [ Tue 31. Aug 2004 11:52 ] |
Post subject: | |
sindrib wrote: bara senda heddið upp í kistufell þú sleppur örugglega undir 30 þús kr með því að láta skipta um ventlaþéttingar og allann pakkann, ekki nema olíu hringinir séu slappir, þjöppumældu bílinn ef þú ert eh alvarlega að spá í honum.
Það kostar 30kall að hringja í þá gauka ég myndi ekki leggja svoleiðis peninga í 2.0 vél, frekar að fá sér aðra stærri vél eða annan bíl bara , fer samt eftir hvað maður fær bílinn á |
Author: | Eggert [ Tue 31. Aug 2004 17:49 ] |
Post subject: | |
Ég heyrði í eigandanum af þessari fimmu áðan, hann hafði lesið þennan póst of viljað leiðrétta. Hann sagði að bíllinn væri ekki að brenna hálfum líter per tank(sem er nú þónkkuð stór fyrir), heldur um hálfum líter sirka eftir mánaðarakstur. Það þykir mér ekkert tiltökumál, þetta var bara misskilningur. En með hljóðið í ventlum, ég held ég láti það bara eiga sig. Þetta er gamall bíll, og að sögn núverandi eiganda þá hefur hann hljóðað svona þessi tvö ár sem hann er búinn að eiga hann. Ég nenni ekki að fara að hafa miklar áhyggjur af því, og er illa við að fara að opna þessa vél. |
Author: | Schnitzerinn [ Tue 31. Aug 2004 17:57 ] |
Post subject: | |
Kauptu bara almennilegan 525i með M50 mótor (bíllinn minn) og þá erum við að tala saman ![]() ![]() |
Author: | Alpina [ Tue 31. Aug 2004 19:21 ] |
Post subject: | |
Schnitzerinn wrote: Kauptu bara almennilegan 525i með M50 mótor (bíllinn minn) og þá erum við að tala saman
![]() ![]() Akkúrat |
Author: | Haffi [ Tue 31. Aug 2004 19:33 ] |
Post subject: | |
Eggert wrote: Ég heyrði í eigandanum af þessari fimmu áðan, hann hafði lesið þennan póst of viljað leiðrétta. Hann sagði að bíllinn væri ekki að brenna hálfum líter per tank(sem er nú þónkkuð stór fyrir), heldur um hálfum líter sirka eftir mánaðarakstur. Það þykir mér ekkert tiltökumál, þetta var bara misskilningur.
En með hljóðið í ventlum, ég held ég láti það bara eiga sig. Þetta er gamall bíll, og að sögn núverandi eiganda þá hefur hann hljóðað svona þessi tvö ár sem hann er búinn að eiga hann. Ég nenni ekki að fara að hafa miklar áhyggjur af því, og er illa við að fara að opna þessa vél. blessaður vertu það er engin brennsla af olíu ![]() |
Author: | arnib [ Tue 31. Aug 2004 20:58 ] |
Post subject: | |
Og hvað varðar þetta glamur þá gæti vel verið að það þurfi bara að ventlastilla vélina, enda mælir BMW með að það sé gert á hvað, 15 þúsund km. fresti ? Ventlastilling er mjög lítið mál, og er útskýrð í flestum viðgerðabókum (Haynes, etc..), og tekur óvanan mann kannski um 2 klst. B&L hefur líka tekið þetta að sér, og minnir mig að þeir hafi rukkað 2 klst í vinnu fyrir það. |
Author: | Eggert [ Tue 31. Aug 2004 21:02 ] |
Post subject: | |
Ég skil, og hvað kostar tíminn hjá B&L, veit það einhver? |
Author: | Eggert [ Tue 31. Aug 2004 21:08 ] |
Post subject: | |
Alpina wrote: Schnitzerinn wrote: Kauptu bara almennilegan 525i með M50 mótor (bíllinn minn) og þá erum við að tala saman ![]() ![]() Akkúrat Verst að hann er um 600 kalli dýrari. |
Author: | sindrib [ Tue 31. Aug 2004 23:12 ] |
Post subject: | |
Eggert wrote: Ég skil, og hvað kostar tíminn hjá B&L, veit það einhver?
án þess að ég þori að fullyrða það þá minnir mig að hann sé á milli 5-6þús |
Author: | arnib [ Tue 31. Aug 2004 23:16 ] |
Post subject: | |
Eggert wrote: Ég skil, og hvað kostar tíminn hjá B&L, veit það einhver?
Það skiptir engu máli, því að viðgerðabókin kostar um 3500 krónur, réttu verkfærin eitthvað smotterí (ef þú átt þau ekki fyrir) og ráð hér á bmwkrafti eru ókeypis. ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |