bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 20:56

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Sun 29. Aug 2004 23:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Úff djöflsins kvöl og pína :x Núna fyrir svona 1klst síðan var ég að klára 10tíma verk (reyndar með tveimur matarhléum = c.a. 1.5 klst) við að setja HID's í bílinn minn.

Þetta var BARA mikil vinna sem ég ætlaði reyndar að framkvæma í gær en var of þunnur til þess :drunk: :roll: Ég er nú satt best að segja ekki alveg á því að þetta sé þess virði eins og staðan er núna, þar sem ég er þreyttur og pirraður en þetta virkar mest allt eins og er. Ljósmagnið er rúmlega þrisvar sinnum meira en á stock ljósum þ.a. þetta gerir gagn...

Ég nenni ekki að skirfa alveg díteila yfir framkvæmdina núna en þetta var svona í smáatriðum svona

Maður losar ljósin úr bílnum og aftengir allar perur auk pakninga. Svo bakar maður ljósin við 100°C í svona 8mín og losar þau öll í sundur (og brýtur eitthvað :? )
Image
Image

Núna rífur maður allt í spað og kemur stýringunum fyrir með lími. Svo bíður maður í dágóðan tíma meðan límið er að taka sig og fær sér að borða.
Image

Næst er að líma halo hringina á stýringarnar að utan og festir nýju ljósin í gömlu botnanna auk þess að gera allt klárt fyrir að loka ljósunum.
Image
Image

Ég þurfti að skipta um bracket á öðru ljósinu því að það passaði ekki og sú framkvæmd tók á taugar undirritaðs.
Image

Svo tengir maður halo hringina í powerpackinn og kemur með ljósin á bracketunum inn í stýringarnar. Þá er svo að smella þessu saman og baka aftur til að mýkja um límið. Svo er öllu smellt saman og límið látið bráðna vel inn í allar glufur. Reynt var fyrir sér með hárþurrku en það gekk ekki alveg sem skyldi :roll:
Image
Image
Image

Bíllinn leit út eins og fyrirtaks þátttakandi í krónuflokknum með engin ljós og var ansi keppnislegur :)
Image

Loks er að tengja lagnir í halo powerpackið inn á stöðuljósin og troða loks ljósunum á sinn stað aftur. Svo er bara að horfa á klárað verk og geyspa
Image

Mér tókst náttúrlega að grilla annan powerpackinn fyrir ljósin með því að flýta mér of mikið við tengingar og víxla pólum (kom þessi fíni smellur þegar hann brann yfir) auk þess að brjóta einn halo hring. Ég læt bara senda mér það sem er bilað og hendi því í við tækifæri. Þetta er samt nokkð svalt eins og þetta er í dag og bíllinn hefur yngst mikið í útliti
Image

Hér er loks gallery yfir framkvæmdina http://www.hi.is/~sveinbo/HIDs/HID.htm

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Aug 2004 23:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Já og síminn er haldinn illum öndum og hringir stundum útum allt þegar ég er ölvaður þ.a. ef ég var að hringja í einhvern kraftslim á laugardagsnóttu þá var það óvart :oops:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Aug 2004 23:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
hahahaha :) fyllibytta!

flott hjá þér maður :)

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Aug 2004 23:42 
Svezel wrote:
Já og síminn er haldinn illum öndum og hringir stundum útum allt þegar ég er ölvaður þ.a. ef ég var að hringja í einhvern kraftslim á laugardagsnóttu þá var það óvart :oops:



hahaha :lol: :lol: :lol: :lol:


en bíllin lookar mega illur með þessi ljós ! :D


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Aug 2004 23:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Glæsilegt maður.......hlakka til að sjá þetta með berum. Efast um að myndirnar gefi þessu justice :D

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Aug 2004 23:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Takk takk. Ég er alveg að fara að taka þetta í sátt. :)

Held samt að það sé þörf á ljósastillingu dauðans núna :oops:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 30. Aug 2004 00:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Frábært maður, velkominn í "HID" hópinn. :D Þetta hefur verið svona 4 sinnum erviðara en hjá mér :oops: Þetta kemur mjög vel út á myndunum, það verður gaman að sjá í egin persónu, núna er það bara ljósastylling og skoðun. :wink:

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 30. Aug 2004 01:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
HID's rule 8)

Jamm þetta var vinna en maður lærir af þessu, fer að verða kominn með Phd í ljósakerfinu í Z3 :lol:

Svo er spurning hvort maður fari ekki í 6000K kit í leiðinni þegar maður reddar halo hringjunum :roll:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 30. Aug 2004 01:14 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
BTW
Image
SÆTUR :D

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 30. Aug 2004 01:42 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2004 11:37
Posts: 721
Nice, virkilega næs.
Ég er ekki viss um að ég myndi þora einhverju svona löguðu,
er snillingur í að brjóta gler og plast :oops:
en þetta kemur MJÖG vel út vægast sagt :)

edit: er ekki birtan frá þessu alveg awesome?
mín frammljós eru ekki að gera NEITT gagn, get haft kveikt eða
slökkt gerir ekkert, eina sem að hjálpar mér eru kastararnir.....
Hvað kostar svona aðgerð?

_________________
There's rear wheel drive, and there's wrong wheel drive......
SheDevil
Chevy Suburban 1981 í skúrnum
Chevy Suburban 1982 hættur í löggunni
E32 750il 1991 farinn
E32 750il 1990 seldur
E32 750il 1994 stolið
E23 735i 1984 pressaður


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 30. Aug 2004 08:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Damn! Ótrúlegt hvað sumir nenna að dunda sér! Gott framtak :)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 30. Aug 2004 08:42 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Þú ert töffari 8) Og bíllinn þinn líka 8) 8)

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 30. Aug 2004 09:16 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Sjæse bæse hvað þú ert eitthvað pirraður á myndunum...

Þetta er heljar project! En kemur mjög flott út verð ég að segja. Congrats með djobb vell dönn.

P.S. síminn minn er líka svona skrýtinn, hann fer að hringja stundum upp úr þurru á laugardagskvöldum og það stendur "SvezeL" á skjánum. Er þinn nokkuð NOKIA týpa, gæti verið framleiðslugalli.
:lol:

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 30. Aug 2004 09:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Hehe þessi mynd þarna var bara of góð til að sleppa henni :lol:

En já ég þakka hrósið og lýsingin af þessu er ansi mögnuð. Skrapp aðeins út eftir aðgerðina og þetta var eins og að keyra með flóðljósin á Laugardagsvellinum :D

p.s. Sæmi þetta er víst andsetinn Sony-Ericson gaur :roll:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 30. Aug 2004 11:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Hvað er þetta kit mörg Kelvin?

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group