Úff djöflsins kvöl og pína

Núna fyrir svona 1klst síðan var ég að klára 10tíma verk (reyndar með tveimur matarhléum = c.a. 1.5 klst) við að setja HID's í bílinn minn.
Þetta var BARA mikil vinna sem ég ætlaði reyndar að framkvæma í gær en var of þunnur til þess

Ég er nú satt best að segja ekki alveg á því að þetta sé þess virði eins og staðan er núna, þar sem ég er þreyttur og pirraður en þetta virkar mest allt eins og er. Ljósmagnið er rúmlega þrisvar sinnum meira en á stock ljósum þ.a. þetta gerir gagn...
Ég nenni ekki að skirfa alveg díteila yfir framkvæmdina núna en þetta var svona í smáatriðum svona
Maður losar ljósin úr bílnum og aftengir allar perur auk pakninga. Svo bakar maður ljósin við 100°C í svona 8mín og losar þau öll í sundur (og brýtur eitthvað

)
Núna rífur maður allt í spað og kemur stýringunum fyrir með lími. Svo bíður maður í dágóðan tíma meðan límið er að taka sig og fær sér að borða.
Næst er að líma halo hringina á stýringarnar að utan og festir nýju ljósin í gömlu botnanna auk þess að gera allt klárt fyrir að loka ljósunum.
Ég þurfti að skipta um bracket á öðru ljósinu því að það passaði ekki og sú framkvæmd tók á taugar undirritaðs.
Svo tengir maður halo hringina í powerpackinn og kemur með ljósin á bracketunum inn í stýringarnar. Þá er svo að smella þessu saman og baka aftur til að mýkja um límið. Svo er öllu smellt saman og límið látið bráðna vel inn í allar glufur. Reynt var fyrir sér með hárþurrku en það gekk ekki alveg sem skyldi
Bíllinn leit út eins og fyrirtaks þátttakandi í krónuflokknum með engin ljós og var ansi keppnislegur
Loks er að tengja lagnir í halo powerpackið inn á stöðuljósin og troða loks ljósunum á sinn stað aftur. Svo er bara að horfa á klárað verk og geyspa
Mér tókst náttúrlega að grilla annan powerpackinn fyrir ljósin með því að flýta mér of mikið við tengingar og víxla pólum (kom þessi fíni smellur þegar hann brann yfir) auk þess að brjóta einn halo hring. Ég læt bara senda mér það sem er bilað og hendi því í við tækifæri. Þetta er samt nokkð svalt eins og þetta er í dag og bíllinn hefur yngst mikið í útliti
Hér er loks gallery yfir framkvæmdina
http://www.hi.is/~sveinbo/HIDs/HID.htm