bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kraftsíur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7218
Page 1 of 2

Author:  redman [ Fri 27. Aug 2004 19:30 ]
Post subject:  Kraftsíur

hvernig er það kæru félagar, eruð þið með síur í bimmanum ykkar ? Hvort eruð þið að nota k&n síu beint í boxið eða þessa algengustu ? Mér er sagt að maður verði að setja einhverskonar spjald eða einhverja hlíf til að hindra að sían fái heitt loft. Hvað er til ráða og hvaða tegundir eru að virka best ?

Author:  bjahja [ Fri 27. Aug 2004 19:50 ]
Post subject: 

Ég er með ECIS síu í mínum, hún hefur reynst mér mjög mjög vel og gefur mjög töff hljóð. Ég pantaði hana af www.umnitza.com og þar keypti ég líka hitahlíf og svo leiddi ég barka frá hlífinni í stuðarann.......mér finnst þetta virka fínt :D

Author:  Dr. E31 [ Sat 28. Aug 2004 00:00 ]
Post subject: 

K&N síur í boxunum hjá mér, ég hef engann samanburð því þær voru í bílnum þegar ég fékk hann.

Author:  fart [ Sat 28. Aug 2004 09:30 ]
Post subject: 

Menn eru ekki hrifnir af KN síum í bíl eins og minn útaf olíunni sem er í þeim, MAF's eiga til að fara í ruglið.

Author:  Svezel [ Sat 28. Aug 2004 11:20 ]
Post subject: 

Ég er með K&N cone frá Benna og fékk mér 80mm álhné í Málmtækni sem leiddi síuna út í bretti. Einnig fékk ég mér 4mm álplötu sem ég ætla að smíða hitaskjöld úr og leiða svo kalt loft að utan inn í boxið.

Það mun virka fínt og heildarkostnaðar mun kannski enda í svona 10þús kr sem mér finnst bara vel ásættanlegt.

Author:  flamatron [ Sat 28. Aug 2004 13:21 ]
Post subject: 

fart wrote:
Menn eru ekki hrifnir af KN síum í bíl eins og minn útaf olíunni sem er í þeim, MAF's eiga til að fara í ruglið.

Ég hef einmitt verið að lesa um það.. borgar sig kannski ekki að fá sér k&n. :?

Author:  sindrib [ Sat 28. Aug 2004 15:05 ]
Post subject: 

það eru lika til ItK síur sem eru úr froðu og passa beint í boxið á flestum bimmum, þær eru til sölu hjá B&L en þær endast reyndar ekki eins vel og k&n en eru töluvert ódýrari

Author:  318is [ Wed 01. Sep 2004 13:50 ]
Post subject: 

Ég fékk mér K&N og setti hana í loftsíuboxið (ætti að fá besta og kaldasta loftið í loftsíuboxið). Var búinn að heyra með hinar ("Sveppina") að þær myndu taka meira rik til sín, þ.e.a.s. að það myndi þyrlast upp og gæti farið alla leið inn í vél (þessar síur sía ekki eins vel og orginal síurnar, til að geta hleypt meiri lofti í gegnum sig) Síðan er "sveppurinn" ekki góður á veturna í slabbinu og bleitunni þegar það slabbast um allan vélarsalinn. Allavega veit ég um eins Hondu sem var komin með gangtruflanir eftir svona "svepp" :?

Author:  gstuning [ Wed 01. Sep 2004 14:07 ]
Post subject: 

Því stærri sem sían er því betra, þá er meira filter svæði overall

Author:  finnbogi [ Wed 01. Sep 2004 14:36 ]
Post subject: 

sindrib wrote:
það eru lika til ItK síur sem eru úr froðu og passa beint í boxið á flestum bimmum, þær eru til sölu hjá B&L en þær endast reyndar ekki eins vel og k&n en eru töluvert ódýrari


:D þær heita reyndar ITG en hverju breytir það ég vinn ekki þarna :D
en ég er að pæla fá mér þannig sýu í minn hef heyrt góða hlut um hana :D

Author:  Schnitzerinn [ Wed 01. Sep 2004 14:43 ]
Post subject: 

Þetta er grein sem þú ættir að lesa Redman, og bara allir hinir !!! http://www.bmwe34.net/e34main/upgrade/Air_filter.htm

K&N síurnar fá heldur slæma útreið :?

Author:  sindrib [ Wed 01. Sep 2004 14:50 ]
Post subject: 

finnbogi wrote:
sindrib wrote:
það eru lika til ItK síur sem eru úr froðu og passa beint í boxið á flestum bimmum, þær eru til sölu hjá B&L en þær endast reyndar ekki eins vel og k&n en eru töluvert ódýrari


:D þær heita reyndar ITG en hverju breytir það ég vinn ekki þarna :D
en ég er að pæla fá mér þannig sýu í minn hef heyrt góða hlut um hana :D

ok ég skrifaði þetta þegar ég var heima, ég hef ruglað saman BMW forritinu sem ég nota á hverjum degi sem heitir itk og itg lofsíunum, en allir sem hafa keypt svona mæla með þeim, þannig að þegar maður splæsir næst í bíl kanski mar skelli sér á svona

Author:  gstuning [ Wed 01. Sep 2004 15:02 ]
Post subject: 

Schnitzerinn wrote:
Þetta er grein sem þú ættir að lesa Redman, og bara allir hinir !!! http://www.bmwe34.net/e34main/upgrade/Air_filter.htm

K&N síurnar fá heldur slæma útreið :?


Sýnist nú K&N gaurinn halda sínu þokkalega vel,,

Þetta er bara svona
ef dót er lélegt þá mun það ekki endast á markaðnum, ef það er gott þá er alveg sama hvað hverjum finnst um það það mun endast, nema um lélega markaðsetningu er að ræða (BETAMAX) þá mun það falla um sjálfann sig

Author:  Kull [ Wed 01. Sep 2004 15:19 ]
Post subject: 

Held að það sé nú lítið að marka þennan K&N kall. Hann heldur því fram þarna að K&N sé eina sían sem smitar ekki olíunni út frá sér en það er akkúrat sem er að gerast fyrir marga E39 M5 eigendur.

Author:  Kristjan [ Wed 01. Sep 2004 21:58 ]
Post subject: 

Fær maður ekki K&N sem smellur bara beint í M30 3.0 hjá TB eða B&L?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/