bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vandræði með e30 - LAUSNIN FUNDIN https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7204 |
Page 1 of 1 |
Author: | A.H. [ Thu 26. Aug 2004 14:45 ] |
Post subject: | Vandræði með e30 - LAUSNIN FUNDIN |
bíllinn minn er 1989 318i. Ég hef 2 lent í því á síðustu viku að bíllinn hefur ekki farið í gang. Hann startar, snýr en fer ekki í gang. Svo fer hann í gang circa hálftíma seinna eftir að ég hef reynt að starta nokkuð oft. Einnig hef ég orðið var við einhvers konar hökt einstaka sinnum þegar ég hef verið að keyra hann. Það lýsir sér þannig að það kemur eitt slag eða hökt í bílinn ef maður er bara að keyra hann venjulega. í dag var ég svo að keyra og þá kom svona hökt í bílinn og strax aftur annað hökt og þá drap hann á sér. Hann fór svo í gang eftir kortér og þá gat ég keyrt hann heim. Ég er í stökustu vandræðum og óska eftir hjálp ![]() |
Author: | finnbogi [ Thu 26. Aug 2004 15:35 ] |
Post subject: | |
spurning hvort þetta sé relayið fyrir innspítinguna eða bensíndæluna ég lenti nebbla í svipuðum aðstæðum með minn í sumar og það var bara relayið fyrir innspítinguna og þá vara hann stundum bara að drepa á sé uppúr þuru á ferð þá var það bara relayið eikkað orðið slappt og það var skipt um þa fyrir mig og kostaði 2000 kall ![]() |
Author: | sindrib [ Thu 26. Aug 2004 15:43 ] |
Post subject: | Re: Vandræði með e30 |
A.H. wrote: bíllinn minn er 1989 318i. Ég hef 2 lent í því á síðustu viku að bíllinn hefur ekki farið í gang. Hann startar, snýr en fer ekki í gang. Svo fer hann í gang circa hálftíma seinna eftir að ég hef reynt að starta nokkuð oft. Einnig hef ég orðið var við einhvers konar hökt einstaka sinnum þegar ég hef verið að keyra hann. Það lýsir sér þannig að það kemur eitt slag eða hökt í bílinn ef maður er bara að keyra hann venjulega.
í dag var ég svo að keyra og þá kom svona hökt í bílinn og strax aftur annað hökt og þá drap hann á sér. Hann fór svo í gang eftir kortér og þá gat ég keyrt hann heim. Ég er í stökustu vandræðum og óska eftir hjálp ![]() ég held að það sé best að kíkja á það auðvelda, ertu búinn að að athuga kveikju lokið og hamarinn, ef það er í lagi athugaðu þá kertaþræðina og háspennu þráðinn, ef það er í lagi athugaðu þá bensín flæðið inn á vélina, þú ættir að geta fundið hvort það sé í lagi með því að taka kerti úr og starta, ( auðvitað með engan háspennu þráð tengdan) og ef það kemur bensín lykt er þetta líklega í order. eh af þessu hlýtur að duga |
Author: | A.H. [ Thu 26. Aug 2004 16:04 ] |
Post subject: | |
Takk kærlega fyrir góð svör ![]() Ég ætla að athuga þetta. |
Author: | arnib [ Thu 26. Aug 2004 16:25 ] |
Post subject: | |
Einnig annað mjög einfalt að athuga, Tengingin við rafgeyminn. Taka þá af, og hreinsa þá, bæði tengin sjálf og pólana á geyminum. Og líka elta vírinn sem fer í - á geyminum yfir í bílinn, og gera það sama þar, þ.e.a.s. hreinsa tengið og svæðið undir. Lenti í því seinast í gær að það drapst á bíl hjá vini mínum og hann lét illa í lausagangi og allt sem var að var lélegt samband þarna. |
Author: | sindrib [ Thu 26. Aug 2004 16:34 ] |
Post subject: | |
jur vélkomm |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 28. Aug 2004 16:14 ] |
Post subject: | |
Minn gerir þetta sama |
Author: | vidir [ Mon 13. Sep 2004 17:25 ] |
Post subject: | |
Ég lenti í þessu með 525ix ´93 bílinn minn. Ég var búinn að vera í stökustu vandræðum með þetta og búinn að fara ótal ferðir á verkstæði út af þessu m.a. var skipt reglulega um súrefnisskynjara og fleira reynt. Í þau skipti sem þetta kom upp var nóg að bíða í svona 5 - 15 mínútur og svo gekk hann jafnvel í hnökralaust í nokkra mánuði. Síðan kom að því að hann stoppaði alveg. Ýmislegt var reynt en ekkert gekk fyrr en við rákum augun í að tölvukubbur sem settur var í aukalega 2 árum fyrr var eitthvað laus. Eftir að hann var festur almennilega gekk allt eins og í sögu. Veit ekki hvort þetta gæti reddað þér en allt í lagi að athuga þetta ef þú ert með aukatölvukubb í þínum bíl. |
Author: | A.H. [ Tue 21. Sep 2004 15:05 ] |
Post subject: | |
Ég þakka fyrir góð svör. Í síðustu viku kom relayið fyrir innspýtinguna frá Þýskalandi. Ég skellti því í og síðan þá hef ég ekki orðið var við nein vandamál ![]() Gamla relayið hafði ofhitnað, það var eins og hálfbráðnað. Vildi bara láta vita hvað þetta var ef einhverjir aðrir lenda í þessu ![]() |
Author: | gstuning [ Tue 21. Sep 2004 15:12 ] |
Post subject: | |
A.H. wrote: Ég þakka fyrir góð svör.
Í síðustu viku kom relayið fyrir innspýtinguna frá Þýskalandi. Ég skellti því í og síðan þá hef ég ekki orðið var við nein vandamál ![]() Gamla relayið hafði ofhitnað, það var eins og hálfbráðnað. Vildi bara láta vita hvað þetta var ef einhverjir aðrir lenda í þessu ![]() Hvað kostaði relayið?? |
Author: | A.H. [ Tue 21. Sep 2004 18:10 ] |
Post subject: | |
Það kostaði rúmar 1600 krónur minnir mig, með afslætti stráks sem vinnur á verksæðinu. Mér fannst það mjög vel sloppið. |
Author: | finnbogi [ Thu 23. Sep 2004 11:53 ] |
Post subject: | |
ok gott að þetta reddaðist ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |