bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vetrardekk
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7194
Page 1 of 1

Author:  iar [ Wed 25. Aug 2004 15:52 ]
Post subject:  Vetrardekk

Ég kunni ekki við að blanda vetrardekkjaumræðum í þráðin hans farts svo ég starta bara nýjum þræði. :-)

Nú fer að styttast í veturinn (ef eitthvað verður af því, amk. var lítill "vetur" síðasta vetur :roll: ). Ég ætla að versla mér vetrardekk og það er svo langt síðan ég keypti síðast dekk að mig vantar smá info.

Hverjir eru helst að selja góð dekk hér á klakanum? Svo er það væntanlega Tirerack sem væri vænn kostur ef maður færi að flytja inn dekk. Hvorttveggja er inní myndinni, mig langar þó helst að skoða hvað er til hér.

Eru einhver dekk sem þið mælið frekar með, þá er ég að tala um góð ónegld vetrardekk, ekki heilsársdekk og tillögur um að keyra bara um á sumardekkjum yfir veturinn eru vinsamlegast afþakkaðar. ;-)

Það sem ég er helst að hugsa um er gott grip í snjó en þó ekki á móti ómögulegt grip á þurru. Hávaði og ending eru svo aðeins neðar á forgangslistanum og verð nokkuð neðarlega.

Vita menn etv. um góðar síður þar sem er hægt að nálgast umsagnir og prófanir á dekkjum?

Öll góð ráð vel þegin. :-D

Author:  Kull [ Wed 25. Aug 2004 16:00 ]
Post subject: 

Bridgestone Blizzak loftbóludekkin eru fín. Var með svoleiðis á Golf sem ég átti og var mjög sáttur, fínt grip í snjó og hálku, lítill hávaði og ending sýndist mér alveg ágæt.

Author:  fart [ Wed 25. Aug 2004 16:03 ]
Post subject: 

Ég var me Blizzak á Imprezu WRX. Massadekk, gripmikil og hljóðlát.

Seldi þau undir nýjan E46.. kaupandinn var mjög sáttur.

Author:  poco [ Thu 26. Aug 2004 12:38 ]
Post subject: 

Ég keypti Bridgestone Blizzak loftbóludekk í vetur. Virkuðu mjög vel í snjó, slabbi og þvílíkur munaður að þurfa ekki að heyra vælið í nöglunum.

Reynsla á endingu dekkjana er ekki komin en einn galli kom í ljós seinasta vetur, þegar mest snjóaði, þau gripu ekki nógu vel í glerhálku sem leyndist undir snjóskaflinum sem ég var fastur í. En það reddaðist með smá möl og gúmmímottu undir.

Ég hef ekkert að kvarta undan þessum dekkjum...enþá.

Author:  gstuning [ Thu 26. Aug 2004 12:45 ]
Post subject: 

ég var með svona kristal dekk í láni frá stefáni, þau voru ótrúleg alveg

Ef þú ætlar að kaupa heavy vetrar dekk þá eru það Nokia Hakkepallita Q sem owna víst en það þarf ekkert svoleiðis hérna fyrir sunnan

Author:  sindrib [ Thu 26. Aug 2004 12:52 ]
Post subject: 

ég var með norðdekk nagladekk undir subaru legacy sem ég var með, bíllinn var frábær í snjó en..... mér myndi ekki detta í hug að reyna einhverjar kúnstir á þeim, ég tók nú ekkert eftir neitt miklu veghlóði í þeim, :? enda er ekki mikið veghljóð í legacy, aðallega bara vélarhljóð :roll:

Author:  Jss [ Thu 02. Sep 2004 14:14 ]
Post subject: 

Ég mæli hiklaust með Michelin Pilot Alpin, en þau eru vel nothæf og rúmlega það sem heilsársdekk. ;) En kosta líka sitt.

Author:  Dr. E31 [ Fri 03. Sep 2004 01:36 ]
Post subject: 

Ég mæli einnig með Michelin Pilot Alpin, ég var með grút slitin þannig dekk undir hjá mér í fyrravetur og þau svínvirkuðu. \:D/

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/