Ég kunni ekki við að blanda vetrardekkjaumræðum í þráðin hans farts svo ég starta bara nýjum þræði.
Nú fer að styttast í veturinn (ef eitthvað verður af því, amk. var lítill "vetur" síðasta vetur

). Ég ætla að versla mér vetrardekk og það er svo langt síðan ég keypti síðast dekk að mig vantar smá info.
Hverjir eru helst að selja góð dekk hér á klakanum? Svo er það væntanlega Tirerack sem væri vænn kostur ef maður færi að flytja inn dekk. Hvorttveggja er inní myndinni, mig langar þó helst að skoða hvað er til hér.
Eru einhver dekk sem þið mælið frekar með, þá er ég að tala um góð ónegld vetrardekk, ekki heilsársdekk og tillögur um að keyra bara um á sumardekkjum yfir veturinn eru vinsamlegast afþakkaðar.
Það sem ég er helst að hugsa um er gott grip í snjó en þó ekki á móti ómögulegt grip á þurru. Hávaði og ending eru svo aðeins neðar á forgangslistanum og verð nokkuð neðarlega.
Vita menn etv. um góðar síður þar sem er hægt að nálgast umsagnir og prófanir á dekkjum?
Öll góð ráð vel þegin.
