bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Innflutningur á dekkjum.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7191
Page 1 of 2

Author:  jens [ Wed 25. Aug 2004 13:54 ]
Post subject:  Innflutningur á dekkjum.

Er að spá í að panta dekk í gegnum shopusa, er eitthvað sem ég þaf að varast og er einhver auka kostnaður sem ég verð að vara mig á.
Ef einhver hefur reynslu þá er allt vel þegið.

Hafa menn einhverja reynslu að All-Season dekkjum.

Author:  gstuning [ Wed 25. Aug 2004 14:42 ]
Post subject: 

Hvað eiga dekkin að kosta total hingað komin ??
Hvernig er verð á svipuðum dekkjum hérna heima

Author:  jens [ Wed 25. Aug 2004 14:53 ]
Post subject: 

Er að spá í heilsársdekkjum,Bridgestone Potenza G009 High Performance All-Season 195/60-"14. Verð ca 10.800 kr. stk.



Veit ekki hvað svona dekk kosta hér en hringdi í umboðsaðilann og hann þrætti við mig að þetta væri til hjá Bridgestone alveg ótrúlegt hvað menn í dekkjabransanum eru ekki að spá í hlutunum. Sorry misti mig þetta er ekki alveg kanski rétt hjá mér.

Átt þú svona dekk þó að það séu bara sumardekk, hef verið að skoða hvað er til á landinu og þetta er ekki á hverju strái

Eina sem er til í sumardekkjum í þessari stærð eru COOPER og HANKOOK

Author:  Kull [ Wed 25. Aug 2004 15:22 ]
Post subject: 

Án þess að ég viti neitt um málið er nú oft að það eru mismunandi tegundir og mismunandi nöfn á dekkjum í Evrópu og USA til dæmis. Gæti verið þess vegna sem þessi sölumaður hafi ekki kannast við nafnið.

Author:  jens [ Wed 25. Aug 2004 16:17 ]
Post subject: 

Neibb...

Author:  jens [ Wed 25. Aug 2004 19:54 ]
Post subject: 

Enginn...

Author:  srr [ Wed 25. Aug 2004 22:44 ]
Post subject: 

Hvaða Cooper dekk....Cooper Sportmaster GLE eða Cooper Cobra?

Author:  srr [ Wed 25. Aug 2004 22:48 ]
Post subject: 

Ef þú velur hjólbarðar í listanum hjá shopusa og þú færð þetta verð, 10 þús per stk. þá gildir það verð hjá þeim (ie, þeir borga fyrir þig allan kostnað, flutning, toll etc..)
Mundu bara að vera búinn að reikna inn í dæmið flutningskostnaðinn innan USA til shopusa í Norfolk, zip code 23502, vegna þess að sá kostnaður er aðflutningsgjaldskyldur (ie, fellur inn í FOB kostnað útreikninginn varðandi aðflutningsgjöld)
Frá hverjum ertu annars að panta, tirerack.com?

Author:  jens [ Wed 25. Aug 2004 23:11 ]
Post subject: 

Já tirerack.com er málið ertu að segja að flutningskostnaður innanlands í USA sé ekki inn í verðinu og ég verði að borga hann aukalega.
Þetta með COOPER dekkinn þá veit ég ekki hvað þau heita en ætla í bæinn á morgun að skoða þau í Hjólbarðahöllinni, þekkir þú þau.

Author:  srr [ Wed 25. Aug 2004 23:18 ]
Post subject: 

Hjólbarðahöllin er kannski ekki alveg staðurinn til að skoða Cooper dekkin á, þeir versla lítið af þeim þar sem þeir eru með sín Kumho dekk sem þeir flytja inn sjálfir.
Ég mæli með hjólbarðaverkstæði Sigurjóns í hátúni, Ásgeir þar er snillingur í þessu :)

Author:  srr [ Wed 25. Aug 2004 23:19 ]
Post subject: 

...auðvitað gleymdi ég einu, nei ég sjálfur hef ekki reynslu af Cooper dekkjunum en þau mokuðust út þegar ég var að sendlast með fyrir ísdekk fyrr í sumar :)

Author:  srr [ Wed 25. Aug 2004 23:23 ]
Post subject: 

Heh, já eitt annað :lol:
Shipping á þessum fjórum Bridgestone dekkjum frá tirerack til shopusa er 31 dollari.
Samtals $251 gerir 39.257 kr staðfest verð heimkomið :wink:

Author:  jens [ Thu 26. Aug 2004 12:07 ]
Post subject: 

Ég hringdi og Cobra VHP er það sem hann er að bjóða mér, er það ok dekk, miðað við verð. Held að það sé þetta mynstur.

Image

Author:  jens [ Thu 26. Aug 2004 12:27 ]
Post subject: 

Síðan er það líka Kumho

Image

Author:  redman [ Fri 27. Aug 2004 13:33 ]
Post subject: 

prófaðu samt að kíkja í Heklu Klettagörðum. Eru nokkuð "fair". Eða bara Vöku. Lang ódýrast

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/