bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 20:58

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 30 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Dekk.
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 12:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Framdekkin hjá mér eru svo gott sem búin, en í morgun sprakk (eða einhver skar á) afturdekk hjá mér og það er ónýtt.

Sem betur fer á ég 17" M-paralel felgur og dekk (fylgdi með) til að henda undir á meðan ég bíð eftir nýjum dekkjum.

Pælingin er þessi.

Á ég að fara í þann flokk dekkja sem gefur hæsta performance, eða á ég að fara í næstu flokka fyrir neðan, fórna smá dry grip fyrir meira treadlife og ride comfort.

Talaði áðan við gaur á Tirerack vegna dekkjanna sem ég ætlaði að panta (GoodYear Eagle F1 GS-D3) en þá voru þau ekki til. þau sem ég var með í huga voru:
Michelin Pilot Sport 2 (dýrust og með bestu útkomu)
GoodYear Eagle F1 GS-D2 (aðeins ódýrari og með meira treadlife)

Gaurinn á Tirerack sagði við mig að þar sem að Ísland væri ekki með neinar brautir eða Autobahns þá ætti ég að taka þau dekk sem væru með mesta treadlife (af hverju á maður M5 á Íslandi spurði hann reyndar), ride comfort og wet traction, án þess að fórna of miklu dry tractioni. Hann mælti með Michelin Pilot Sport A/S (all season).

Hvað finnst ykkur?

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 13:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Sé nú ekki tilgang í all season dekkjum þegar þú átt auka sett af felgum fyrir veturinn.

Þú gætir athugað Dunlop SP Sport 9000, þau eiga að vera góð í bæði þurru og bleytu, Dr. E31 ætti að geta sagt þér meira um þau.
Einnig Pirelli PZero Nero, hafa fengið ágætis dóma.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 13:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Treadlife á SP9000 er bara ekki nógu spennandi.

Þessi Michelin Pilot Sport A/S kosta shitloads, og þá gæti ég alveg eins farið í Michelin PS2 sem eru da shit.

Svo sá ég Yokohama AVS ES100, kosta lítið, ágætis grip, en endast ekkert sérstaklega.

Image

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 14:08 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jul 2004 13:39
Posts: 1099
Location: Sønderborg, Danmark
bara fá þér svona dekk eins og ég sóluð heils árs 205/65/ 15 (ömurleg dekk :( )

_________________
Merkur(sierra) xr4ti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 14:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Hvað er total peningur sem þú ert til í að leggja í þetta
hvað er nóg treadlife hjá þér

og hvað er það sem þú vilt úr þessu

ég er búinn að burna toyo dekkin mín svo illilega að það hálfa væri nóg og þau eru búin núna, 20-25k á þeim sem ég kalla gott og helvíti gott grip og gott verð líka

Note, mér finnst michelin ekki da shit bara af því að íslendingar halda það því að við þekkjum ekki alla flóruna af dekkjum, enginn bílaáhugamaður sem ég þekki erlendis kaupir Michelin, og það eru track junkies og gamlir kallar alike

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 14:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Dekkja vanda mál hver er ekki í þessu ALLTAF þegar þarf að versla dekk.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 15:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
gstuning wrote:
Hvað er total peningur sem þú ert til í að leggja í þetta
hvað er nóg treadlife hjá þér

og hvað er það sem þú vilt úr þessu

ég er búinn að burna toyo dekkin mín svo illilega að það hálfa væri nóg og þau eru búin núna, 20-25k á þeim sem ég kalla gott og helvíti gott grip og gott verð líka

Note, mér finnst michelin ekki da shit bara af því að íslendingar halda það því að við þekkjum ekki alla flóruna af dekkjum, enginn bílaáhugamaður sem ég þekki erlendis kaupir Michelin, og það eru track junkies og gamlir kallar alike


SKV. testum þá Koma Michelin Pilot Sport 2 best út (í High performance), en þau eru líka dýrust. Nóg treadlife meina ég að ég vill ekki kaupa ódýrari dekkin ef þau gufa upp. Hef t.d. átt Kumho dekk og þau lifðu ekki lengi því miður. Mér hefur fundist að sparnaður í dekkjum er placibo sparnaður. Minna út og meira eftir styttri tíma.

20-25þús er nokkuð góð ending, n.b. fyrrverandi eigandi bílsins míns fullyrti að dekkin sem ég er núna að eyðileggja séu Orginal. Það þýðir að þau eru keyrð c.a. 40þús-50þús km.

En af hverju segir þú að bílaáhugamenn kaupi ekki Michelin. Þessi dekk koma orginal á ansi mörgum high performance bílum. T.d. M3, M5 og CSL.

Á ítölskum bílum koma venjulega Pirelli, og á japönskum Yokohama eða Bridgestone. I wonder why.

Ég er heitur fyrir Yokohama dekkjum AVS 1000 minnir mig að þau heiti, en þau hafa (skv testum) mjög lítið threadlife. Goodyear F1 GS-D3 fá góða einkun fyrir Threadlife og líka PS2. Hvorugt (þ.e. GS-D3 og PS2) eru hávaðasöm og hafa mesta gripið í high performance flokknum.

Það sem ég legg mest upp úr er
1. Grip
2. Ending (fer voðalega sjaldan vel saman)
3. Comfort (fer ekki saman)
4. Noise

Mér er í raun nokkuð sama hvað ég eyði í þetta. Ég ætla græja þetta. En það sem ég vill ekki er að kaupa dekk sem ég verð búinn með næsta sumar, því þetta er fjandi leiðinlegt. Frekar vill ég fara í aðeins dýrari dekk sem endast betur.

Lógíkin segir mér að gripmeira dekk eyðist hraðar upp heldur en gripmeira (var þannig í gokartinu). Ódýrari dekk eru jafnan með verra gúmíi (þarf ekki að vera) og til að ná meira gripi fórna menn oft endingu, sérstaklega síðri keppinautar, þar sem að það er auðveldara og ódýrara en að eyða peningum í gúmírannsóknir og mynsturþróun.

Niðurstaða:
Ég vill Grip, endingu, comfort, price, brand. s.s. vonlaust... kannski.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 15:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Framleiðendur setja þetta á bílanna, ég er ekki að segja að menn kaupi þetta ekki heldur eru þeir sem ég þekki, (BMW eigendur, Track ökukennarar og fleiri í þeim geira) ekki að versla Michelin

Þeir virðast vilja Hoosier, Kumho, Yoko svona að mestu, en kannski eru þeir að leita að betra gripi þá yfir endingu, svo eru svo mikið af mismunandi dekkjum til að málið er bara að velja eitthvað sem maður þekkir eða er til í að prufa,

Ég veit að Þýskarar hafa mikið dálæti á Toyo dekkjum, hvers vegna veit ég ekki, kannski gott performance miðað við pening, ég veit að þegar ég hitaði mín upp á brautinni þá límdust þau við götuna, Ég kaupi Toyo aftur ef ég finn ekki brand sem hefur 235/35 eða 225/35 fyrir framdekkin

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 15:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Toyo T1-S eiga að vera góð, en þau eru ekki til þar sem ég ætla að versla.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 15:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Ef þú skoðar www.m5board.com eru margir ánægðir með Michelin þar og ég held að það sé engin spurning að það séu toppdekk. Spurningin er bara hvort þau séu það mikið betri en önnur að það réttlæti verðmuninn.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 15:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
verðmunur er hverfandi ef maður kaupir þau úti.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 16:28 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
Nýjasti 500E eigandinn er ánægður með Bridgestone Potenza.
Minnir að það sé þessi týpa:
http://www.tirerack.com/tires/tires.jsp ... mpare1=yes

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 16:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
jamm... þetta eru hörkudekk skv testum.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 25. Aug 2004 22:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Hvað hefur þú fyrir þér með að ending á Dunlop Sp9000 sé ekki góð? Ég hef ekki lesið neitt nema gott um endingu þeirra auk þess sem afturdekkin hjá mér hafa nánast ekkert slitnað í sumar og ég keyri alveg eins og mongó :oops:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 26. Aug 2004 00:26 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2004 11:37
Posts: 721
Kull wrote:
Sé nú ekki tilgang í all season dekkjum þegar þú átt auka sett af felgum fyrir veturinn.

Þú gætir athugað Dunlop SP Sport 9000, þau eiga að vera góð í bæði þurru og bleytu, Dr. E31 ætti að geta sagt þér meira um þau.
Einnig Pirelli PZero Nero, hafa fengið ágætis dóma.



Ég er með pirelli PZero nero undir hjá mér,
alveg svakalega gott grip á þurru malbiki, bíllinn líður gersamlega
hljóðlaust áfram, og ég fann þvílíkann mun bara um leið og ég
henti þeim undir, mýktin aaaaalveg að gera sig fyrir mig.

Hinsvegar......... er ég ekki nógu sátt við þau í bleytu.
Þau grípa ágætlega, en bíllinn á það til að spóla auðveldar milli
skiptinga, en það er ekki eitthvað sem er alltaf að gerast, aðallega í
beygjum, ég veit bara af því og fer aðeins varlegar en ella.

Ég mæli með þessum dekkjum, ég var búin að lesa dóma um þau á
netinu um allt, og var alveg að fíla munstrið, en þetta eiga að vera
heilsársdekk, er bara ekki viss hvernig þetta á eftir að höndla þegar
það er farið að frysta, en þau eru þetta ofsalega mjúk að kanski eru þau
bara fín. Þe þau sem ég er með eiga að vera heilsárs.

Mæli með þeim vegna rosalega góðs grips á þurru, þokkalegu í bleytu, og bara alhliða mýkt og veghljóðleysi.

_________________
There's rear wheel drive, and there's wrong wheel drive......
SheDevil
Chevy Suburban 1981 í skúrnum
Chevy Suburban 1982 hættur í löggunni
E32 750il 1991 farinn
E32 750il 1990 seldur
E32 750il 1994 stolið
E23 735i 1984 pressaður


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 30 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group