Joolli wrote:
gstuning wrote:
Spindilkúlur eru þannig að þú þarft að taka spyrnuna úr og láta tjakka þær úr og nýjar í, ef þú ert með réttu tólin til að taka spyrnuna úr á no time þá er þetta ekkert mál, ef ég finn innri spindlanna mína þá fer ég í dag að láta tjakka í og úr og hendi því svo í í kvöld
Hmm stilliskrúfan er á milli borðanna þú getur komist að henni þegar diskurinn er ennþá á, skrúfan á að líta út eins og tann gír en þú ýttir á tennurnar frá hlið, kannski erfitt að sjá hvernig þetta á að virka en virkar flott
Get ég ekki bara tjakkað undir draslið sem dekkið og allt draslið er fest á (ég veit ekki hvað það heitir (Spindill?

)) svo að gormurinn sé ekki að setja spennu á spindilkúluna eða verð ég að hafa gormaklemmu eða eitthvað álíka?
Ertu örugglega að tala um skálabremsur? Ég man ekki eftir að hafa séð þennan "tanngír." Ég verð bara að kíkja betur á þetta eftir skóla.
Fjöðrunin að framan lítur svona út
Djöfull ownar þetta online partaleitar junk
Allaveganna það sem þú þarft að skipta um eru spindlar í númer 4
en það er ekki fáanlegt í B&L bara TB eða Bílanaust
Til þess að ná þessu úr þarftu eða áttu ekki að þurfa að nota gorma klemmur,
þú þarft að ná að losa stýrisendann frá struttanum, það getur verið að þú þurfir að tjakka undir stýrisendan til að hann festist betur í struttanum á meðan þú losar boltann, svo er að ná honum úr , ég er með spes tól sem ég keypti í bílanaust og það virka flott, annars var það bara að berja á dótið, ekki berja á skrúfganginn það skemmir bara og þú gætir endað með skemmdann stýrisenda, góð leið er að hita þetta og setja WD40 eða álíka efni og banka á þetta
til að ná spyrnunni frá struttanum þá þarftu að losa swaybarið sem tengist á spyrnuna, svo að losa boltann á struttanum frá spindlinum, gætir þurft að tjakka hér undir líka til að festa spindilinn á meðan þú nærð að losa þetta
svo er að losa þetta, ef þú ert ekki með tólið (sem er nokkuð mál að nota hérna) þá er að sleipa þetta og hita til að byrja með og banka svo fast á flata blettinn sem er á spyrnunni, hann er smá upphleyptur, þegar þetta losnar á endanum þá þarft að skrúfa innri spindilinn lausann, gætir þurfti að tjakka en líklega ekki
svo eru tveir boltar sem fara í boddýið #10 á myndinni, og þá er þetta komið gætir þurfti að hreyfa eitthvað spyrnuna til að ná henni úr, ekki losa #7 nema þú ætlir að skipta um
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
