bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Loftflæði skynjari!!! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7067 |
Page 1 of 1 |
Author: | elmar [ Wed 11. Aug 2004 01:02 ] |
Post subject: | Loftflæði skynjari!!! |
Sælt veri fókið Hefur einhver hugmynd um hvort hægt er að fá keyptann loftflæðiskynjara í E28 518i hér á landi eða þarf að panta hann að utan??? Vandamálið virðist vera að bíllinn koðnar niður og missir algörlega afl, þegar maður er á ferð. Hann koðnar alveg niður án þess þó að drepa á sér og þá er ekkert annað að gera enn að kúpla frá og stöðva, drepa á og ræsa aftur og þá er vandamálið úr sögunni. Stundum dugar að stíga bensíngjöfina í botn og þá kemur hann aftur inn eftir nokkrar sekúndur. Er þetta annars ekki rétt bilanagreint hjá mér ... finnst mjög líklegt að loftflæðiskynjarinn fyrir innspítinguna sé eitthvað að stríða kv Elmar |
Author: | sindrib [ Wed 11. Aug 2004 07:52 ] |
Post subject: | Re: Loftflæði skynjari!!! |
elmar wrote: Sælt veri fókið
Hefur einhver hugmynd um hvort hægt er að fá keyptann loftflæðiskynjara í E28 518i hér á landi eða þarf að panta hann að utan??? Vandamálið virðist vera að bíllinn koðnar niður og missir algörlega afl, þegar maður er á ferð. Hann koðnar alveg niður án þess þó að drepa á sér og þá er ekkert annað að gera enn að kúpla frá og stöðva, drepa á og ræsa aftur og þá er vandamálið úr sögunni. Stundum dugar að stíga bensíngjöfina í botn og þá kemur hann aftur inn eftir nokkrar sekúndur. Er þetta annars ekki rétt bilanagreint hjá mér ... finnst mjög líklegt að loftflæðiskynjarinn fyrir innspítinguna sé eitthvað að stríða kv Elmar hvaða árgerð er þetta? |
Author: | elmar [ Thu 12. Aug 2004 14:29 ] |
Post subject: | |
þetta ku vera 1987 árgerð |
Author: | saemi [ Thu 12. Aug 2004 16:11 ] |
Post subject: | |
gæti verið bensíndælu-relayið. Getur verið að stríða þér. |
Author: | Binni Bílasali [ Thu 12. Aug 2004 16:52 ] |
Post subject: | |
Hljómar eins og Loftflæði skynjari......Golf sem ég átti fyrir stuttu lét svona,þá kostaði skynjarinn 60 þúsund í Heklu ![]() |
Author: | elmar [ Thu 12. Aug 2004 22:48 ] |
Post subject: | |
hmmm .... bensíndælu relay hefur farið í þessum bíl og ég skipti um það, Um leið og maður svissar á, þá heyrist í bensíndælunni afturí dæla startskammtinum inn á spíssana, en þegar relayið var farið heyrðist ekkert í dælunni þegar svissað var á, ergo bíllinn fékk ekki start skammtinn og fór því ekki í gang. En það gæti hins vegar verið að þetta væri einhverskonar sambandsleysi |
Author: | saemi [ Thu 12. Aug 2004 23:57 ] |
Post subject: | |
Ég hef lent í þessu í svona bíl, þá var þetta relayið. Þó svo að það virki næstum alltaf, þá er það bara þessi 1% sem gerir þetta. Ég er ekkert að segja að þetta sé ekki AFM, bara að benda á aðra möguleika |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |