bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
vélarvandamál https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7056 |
Page 1 of 1 |
Author: | ScoopeR [ Tue 10. Aug 2004 15:22 ] |
Post subject: | vélarvandamál |
ég lennti ansi illa í því á sunnudaginn.. var ég keyra bílinn (E30 316iA) og allt í einu drap hann á sér og rann aðeins áfram í gír. svo reyni ég að starta aftur og rafmagnið fer alveg í gang en ekkert gerist í vélinni. svo talaði ég við bílakall sem sagði mér að tímareimin væri líklegast farin, því að það væri engin þjöppun á vélinni. ég var að pæla í hvort að það væri möguleiki á að setja í hann nýja tímareim eða hvort að öll vélin hafi rústast.. vitiði hvernig það er á 316iA E30 ? einnig var mér boðin '87 320i vél um dagin bsk keyrð 190þús, ég veit að það á að vera hægt að setja hana í minn bíl. eru sömu mótorfestingar og er möguleiki á að nota 316 ssk ? þyrfti ég þá ekki að skipta um alveg slatta ? einhverjar ráðleggingar ? kv. Ægir |
Author: | jens [ Tue 10. Aug 2004 15:34 ] |
Post subject: | |
Ég ætla ekki að vera með svartsýni en það eru miklar líkur á að það þurfi að gera meira en að skipta um reim, þetta gerðist hjá kunningja mínum og þar bognuðu 2 stk ventlar, plus skipti um heddpakkningu, líklega plana heddið, ventlafoðringar, ventlalokspakkningu, þetta er kanski ekki svo dýrt en vinnan er stór þáttur og ef þú getur gert eitthvað af þessu sjálfur þá er það plús. Hvað er bíllinn keyrður, það er hámark á orginal reim 60 þús km. |
Author: | arnib [ Tue 10. Aug 2004 15:35 ] |
Post subject: | Re: vélarvandamál |
ScoopeR wrote: einnig var mér boðin '87 320i vél um dagin bsk keyrð 190þús, ég veit að það á að vera hægt að setja hana í minn bíl. eru sömu mótorfestingar og er möguleiki á að nota 316 ssk ? þyrfti ég þá ekki að skipta um alveg slatta ?
einhverjar ráðleggingar ? kv. Ægir Vélin ætti að ganga nokkuð auðveldlega ofan í bílinn hjá þér. Það er mögulegt að þú þurfir að skipta um bitann sem liggur undir vélinni, en Bjarki hérna ætti að geta gefið betri upplýsingar um það. Mögulega gæti gengið að nota lægri mótórpúða í staðinn fyrir það. Sjálfskiptingin þín passar ekki við M20 mótórinn (320i). Þú þyrftir tölvuheila og loom með vélinni, en öðru leyti er þetta ekkert svakalegt mál. |
Author: | ScoopeR [ Tue 10. Aug 2004 15:46 ] |
Post subject: | |
jens wrote: Ég ætla ekki að vera með svartsýni en það eru miklar líkur á að það þurfi að gera meira en að skipta um reim, þetta gerðist hjá kunningja mínum og þar bognuðu 2 stk ventlar, plus skipti um heddpakkningu, líklega plana heddið, ventlafoðringar, ventlalokspakkningu, þetta er kanski ekki svo dýrt en vinnan er stór þáttur og ef þú getur gert eitthvað af þessu sjálfur þá er það plús.
Hvað er bíllinn keyrður, það er hámark á orginal reim 60 þús km. minn bíll er keyður 176þús. annars bíst ég við að ég fari bara í það að skipta um vél.. en er ekkert mikið mál að skipta úr ssk í bsk ? ég get fengið alla hluti í það sem þarf með vélinni.. |
Author: | sindrib [ Tue 10. Aug 2004 15:57 ] |
Post subject: | |
er ekki keðja í þessum eða var það bara 316 ekki "i" |
Author: | hlynurst [ Tue 10. Aug 2004 16:28 ] |
Post subject: | |
Er ekki reim í þessum mótorum og einnig í M20? |
Author: | sindrib [ Tue 10. Aug 2004 16:47 ] |
Post subject: | |
hlynurst wrote: Er ekki reim í þessum mótorum og einnig í M20?
í 1986 árg 316 bílnum minum sem ég átti var 1,8 blöndungs 90hö það var keðja í honum. ég tjekkaði á 318i og 316i m40 mótorunum og það er reim í þeim og í 318i m10 er keðja. |
Author: | sindrib [ Tue 10. Aug 2004 16:48 ] |
Post subject: | |
hlynurst wrote: Er ekki reim í þessum mótorum og einnig í M20?
það er reim í m20 |
Author: | ScoopeR [ Tue 10. Aug 2004 17:05 ] |
Post subject: | |
þetta er '90 316i 102hö... ég átti áður '87 316 sem var 90 hö |
Author: | arnib [ Tue 10. Aug 2004 17:19 ] |
Post subject: | |
ScoopeR wrote: þetta er '90 316i 102hö... ég átti áður '87 316 sem var 90 hö
Ef hún er 102 hö, þá er hún pottþétt M40, og þar af leiðandi með reim. |
Author: | oskard [ Tue 10. Aug 2004 23:16 ] |
Post subject: | |
nú er bara málið að verzla m20b25 af gunna&stebba held ég ![]() |
Author: | íbbi_ [ Tue 10. Aug 2004 23:36 ] |
Post subject: | |
Word ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |