Lagðist í smá aðgerð og skipti um microfilter í kagganum. Ég hefði gert leiðbeiningar ef ég hefði ekki fundið svona líka fínar leiðbeiningar á netinu.
Til að komast að microfilternum í E36 þarf að taka hanskahólfið út og hér eru leiðbeiningar fyrir það:
http://www.gbnetwork.co.uk/bmw/glovebox/ (
Afrit hér)
Og svo er það microfilterinn sjálfur:
http://users.ids.net/~thompson/bmw/microfilter.html (
Afrit hér)
Þetta eru þvílíkar snillarleiðbeiningar að það hálfa væri nóg. Farið eftir þessu og þetta er minnsta mál.
Kannski að bæta við að ef þið lendið í því að úr loftkælingunni komi hræðilegur óþefur þá er til bakteríudrepandi efni frá Wurth sem er tilvalið að nota samhliða skiptum á microfilternum. Ég tók filterinn út og sprautaði efninu út um allt inn þar sem filterinn var, svo lokaði ég filterhólfinu (filterslausu) og setti bílinn í gang og A/C á fullan blástur á kaldasta og spreyjaði inn um loftinntakið aftast í húddinu undir framrúðunni (tók grindina fyrst frá). Tók dágóðan rúnt og finn alls enga lykt en læt vita ef þetta endist ekki nógu lengi.
Þetta ku vera algengt vandamál með loftkælingar vegna rakamyndunar og bakteríum sem safnast í rakann. Þetta fer svo eftir loftslagi og notkun á loftkælingunni hvort þetta kemur upp og hversu slæmt það er. Getur verið mjög nastý fnykur þegar það er sem verst.