bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hliðarrúða
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7035
Page 1 of 1

Author:  BMW_Owner [ Sun 08. Aug 2004 20:15 ]
Post subject:  Hliðarrúða

hafiði lent í því að hliðarrúðan bílstjórameginn skekkist út um allt og það þurfi að halda við hana til að hún lokist (fari upp) ja ég lenti í þessu og er að pæla í því hvað svona viðgerð myndi kosta á viðgerðarverkstæði?
just checking....

Kv.BMW_Owner :burn:

Author:  Jss [ Sun 08. Aug 2004 20:58 ]
Post subject:  Re: Hliðarrúða

BMW_Owner wrote:
hafiði lent í því að hliðarrúðan bílstjórameginn skekkist út um allt og það þurfi að halda við hana til að hún lokist (fari upp) ja ég lenti í þessu og er að pæla í því hvað svona viðgerð myndi kosta á viðgerðarverkstæði?
just checking....

Kv.BMW_Owner :burn:


Þetta er líklegast lítið hvítt plaststykki sem heldur rúðunni sem er farið hjá þér, kostar ekki mikið, man að vísu ekki hvað það kostar en skal athuga með það á morgun í vinnunni (B&L), þetta stykki á það svolítið til að brotna í þessum bílum. :?

Author:  Bjarki [ Sun 08. Aug 2004 22:17 ]
Post subject: 

Ég giska á "Left Window guide" þ.e. gúmmílistinn sem glugginn situr í. Kostar 25Euro úti þannig það ætti að gera (25x2x88) 4400ISK. Getur líka verið plaststykkið sem Jss er að tala um, hef þó aldrei þurft að skipta um það.
Þetta er nú ekki til þess að fara á verkstæði útaf. Ég hef skipt um svona lista á tjaldstæði! Bara með verkfærin úr skottinu og það gekk mjög vel.

Tekur hurðaspjaldið af, tekur svo rúðuna úr hurðinni og efsta gúmmílistann. Þá er lítið mál að skipta um þennan lista og rúðan ætti að vera eins og ný á eftir.
Sérð það náttúrlega strax þegar þú tekur hurðaspjaldið af ( >5 mín) hvað er að. 8)

Ég giska á að plaststykkið kosti (1,54*2*88) 271 ISK. (Sliding Piece)

Author:  BMW_Owner [ Mon 09. Aug 2004 00:47 ]
Post subject: 

sælir....
reddaði þessu í gær með svörtulímkitti en það var einhvað álstykki sem heldur alveg neðst við rúðuna dottið af og þar ofan í var gamallt límkítti og ég skipti um það setti aftur á sinn stað beið einn dag og badallabúm allt í gúddi en þar sem þetta kostaði bara einn þúsund kall þá langaði mig bara að tékka á því hvað ég hafði sparað mér á því að gera þetta sjálfur og að fara með hann á verkstæði.... Tilvitnun:"BMW_Owner skrifaði:er að pæla í því hvað svona viðgerð myndi kosta á viðgerðarverkstæði??
Just checking" takk samt fyrir þetta það kemur örugglega að gagni í framtíðinni....

kv.BMW_Owner :burn:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/