bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

N47B20
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=70191
Page 1 of 1

Author:  Logi [ Mon 26. Oct 2020 14:15 ]
Post subject:  N47B20

Maður hefur heyrt mikið af hryllingssögum um þessa mótora - tímakeðjuvesen.

Hver er reynsla manna hér af þessum mótorum? Er að spá í 2013 bíl með þessum mótor í 184hö útgáfu, ekinn tæpl. 200þús.

Þarf að skipta um keðjuna á X kílómetra fresti eða bara þegar fer að heyrast í skrölt í þessu dóti?

Author:  Danni [ Tue 27. Oct 2020 10:07 ]
Post subject:  Re: N47B20

Þessar vélar eru fínar. Það var mikið vandamál að fyrstu kynslóðinni af N47D20, en árið 2011 þá breyttu þeir hönnuninni á knastáshjólinu sem var að skemma keðjurnar svo þær endast töluvert lengur.

Þetta er samt ennþá smá vesen í þessum vélum og ég myndi hafa þetta alltaf bakvið eyrað á bíl eknum milli 200 og 250þús. Yfir 250þús og ég myndi klárlega skipta.

Ég hef átt 2011 bíl með svona vél og hann var kominn uppí 217þús þegar ég seldi hann og ekkert farið að heyrast í keðjunni.

Veit um einn 2010 bíl sem sleit keðjuna í 247þús.

Númer 1, 2 og 3 er að fá að vita þjónustusöguna og rýna vel í hana.

Það er bráðnauðsynlgt að smyrja þessar vélar, sem og aðrar, með réttri olíu og á réttu millibili. Ekki fylgja kílómetrum blint þar sem það getur í sumum tilfellum tekið nokkur ár að ná þeim.

Service intervalið er 30þús km og 2 ár, en síðan er tölvan stanslaust að reikna og breyta því eftir því hversu langar vegalengdir er keyrt í einu, hvort vélin fær að hitna eða ekki og svona.

Hér í BL fáum við stundum bíla sem eru byrjaðir að koma með service meldingu í 15þús km eftir 1 ár og eru það þá þessir borgarbílar sem fá aldrei að hitna almennilega og eru eknir stuttar vegalengdir í einu. Síðan eru sumir sem koma með meldingu á þessu 30þús km og 2 ára millibili og oftar en ekki eru það bílar sem eru mikið notaðir, keyra lengri vegalengdir og fá að hitna almennilega.

Líftími keðjunar er algjörlega tengdur viðhaldi vélarinnar.

Author:  Logi [ Tue 27. Oct 2020 10:40 ]
Post subject:  Re: N47B20

Takk fyrir þetta Danni - akkúrat upplýsingarnar sem ég var að leita að ;-)

Veistu hvað kostar að skipta um keðjuna ca.?

Author:  Danni [ Thu 29. Oct 2020 09:46 ]
Post subject:  Re: N47B20

Logi wrote:
Takk fyrir þetta Danni - akkúrat upplýsingarnar sem ég var að leita að ;-)

Veistu hvað kostar að skipta um keðjuna ca.?Nei, hef ekki tekið saman kostnaðinn við það, það er ekki mín deild hehe.

En þetta er heljarinnar vinna. Keðjan er aftaná vélinni og þarf amk að taka skiptingu frá, oftast vélina úr líka.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/