bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

e39 diesel erfiður í gang
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=69696
Page 1 of 1

Author:  geirlaugur [ Thu 21. Apr 2016 20:01 ]
Post subject:  e39 diesel erfiður í gang

Góðan daginn ég er með
BMW e39 diesel bílinn með m57 mótornum.
Hann er alltaf erfiður í gang bæði kaldur og heitur en ríkur í gang með því að spreyja smá start sprey í loftinntak og gengur fínan gang eftir það.
Búið að skipta um rail pressure dæluna í honum og hráolíusíuna.
Þegar ég las hann áðan þá fékk ég villu 2550 rail pressure control at start.
Grunar að einn spíssinn gæti verið að valda þessu en allar hugmyndir vel þegnar.

Author:  Angelic0- [ Tue 26. Apr 2016 15:36 ]
Post subject:  Re: e39 diesel erfiður í gang

startspray.... big no... sérstaklega ef að menn passa sig ekki...

Author:  Angelic0- [ Tue 26. Apr 2016 15:36 ]
Post subject:  Re: e39 diesel erfiður í gang

ertu búinn að skipta um fæðidælurnar, aðra hvora eða báðar ?

Author:  geirlaugur [ Tue 26. Apr 2016 15:40 ]
Post subject:  Re: e39 diesel erfiður í gang

Jà búið að skipta um fremri dæluna.
Ekki þà sem er í tanknum.

Author:  geirlaugur [ Tue 26. Apr 2016 17:36 ]
Post subject:  Re: e39 diesel erfiður í gang

Til að bíllinn fari í gang er nóg að spreyja í 2sec í loftinntak á sama tíma og hann er gangsettur og þá gengur hann bara fínt.
Ekki þannig að hann gangi bara á startspreyinu heldur hjálpar það bara til við að ná upp réttum þrýsting í startinu.

Author:  Angelic0- [ Tue 26. Apr 2016 19:32 ]
Post subject:  Re: e39 diesel erfiður í gang

jamm, en samt ekki hollt fyrir stangarlegur... myndar svakalegan cylinder pressure...

ertu búinn að ath með eðalbíla :?:

Author:  geirlaugur [ Tue 26. Apr 2016 22:36 ]
Post subject:  Re: e39 diesel erfiður í gang

Já, þú meinar.. já startspreyið er eflaust ekki mjög gott þó svo að það geti hjálpað til við bilanagreiningu.

Fyrri eigandi var búinn að fara með bílinn í eðalbíla og var bent á að skipta um fremri olíu dæluna en það breytti engu.
Mér sýnist á öllu að þetta sé lekur spíss á cylender 5 sem sé að valda þessu.
Er búinn að panta og berst mér vonandi í vikunni.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/