bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E39 523 með vesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=69599
Page 1 of 1

Author:  Hjalti123 [ Sun 28. Feb 2016 12:42 ]
Post subject:  E39 523 með vesen

E39 hjá mér er neð mega vesen. Drepur á sér eftir smá stund og hikstar einstaka sinnum og er kraftlaus í akstri. Það kemur villa á knastásskynjara en það er nýr og búið að prófa annan. Einnig búið að prófa annan sveifarásskynjara en alltaf sama vesenið. Bíllinn er réttur á tíma og keðja í lagi. Bensínþrýstingur er í lagi og það er ný bensínsía í bílnum. Hann gengur fínt og keyrir fínt í smá stund og fer svo í ruglið.

þegar hann drepur á sér neitar hann (Oftast) að fara í gang lengi á eftir líkt og þegar sveifar/knastásskynjari er farinn.


Veit einhver hvað gæti verið að?

Author:  rockstone [ Sun 28. Feb 2016 14:09 ]
Post subject:  Re: E39 523 með vesen

gat á vaccumslöngu eða inntakshosu?

Author:  Hjalti123 [ Sun 28. Feb 2016 17:27 ]
Post subject:  Re: E39 523 með vesen

rockstone wrote:
gat á vaccumslöngu eða inntakshosu?


Nýbúinn að taka það allt í gegn, það er m50 soggrein á bílnum og það var búið að mixa allt í kringum það með rassgatinu og gat á vaccum slöngu svo ég skipti út megninu af slöngunum og hosum.

Gleymdi að taka það framm að þegar hann drepur á sér neitar hann (Oftast) að fara í gang lengi á eftir líkt og þegar sveifar/knastásskynjari er farinn.

Author:  Angelic0- [ Sun 27. Mar 2016 21:11 ]
Post subject:  Re: E39 523 með vesen

búinn að lesa ?

vatnshitaskynjari ?

M52 er með tvöfaldan skynjara, semsagt sami skynjari sem segir ECU og mælaborðinu hvað á að standa... en það getur samt klikkað og gæti verið hann...

Author:  Hjalti123 [ Mon 28. Mar 2016 12:36 ]
Post subject:  Re: E39 523 með vesen

Angelic0- wrote:
búinn að lesa ?

vatnshitaskynjari ?

M52 er með tvöfaldan skynjara, semsagt sami skynjari sem segir ECU og mælaborðinu hvað á að standa... en það getur samt klikkað og gæti verið hann...


Þessir knastásskynjarar sem ég fékk voru greinilega ónýtir. Endaði á að kaupa OE skynjara og hann hefur verið góður síðan.

Hugsa mig tvisar um áður en ég kaupi eitthvað annað en original í framtíðinni hvað varðar skynjara.

Author:  srr [ Mon 28. Mar 2016 12:46 ]
Post subject:  Re: E39 523 með vesen

Hjalti123 wrote:
Angelic0- wrote:
búinn að lesa ?

vatnshitaskynjari ?

M52 er með tvöfaldan skynjara, semsagt sami skynjari sem segir ECU og mælaborðinu hvað á að standa... en það getur samt klikkað og gæti verið hann...


Þessir knastásskynjarar sem ég fékk voru greinilega ónýtir. Endaði á að kaupa OE skynjara og hann hefur verið góður síðan.

Hugsa mig tvisar um áður en ég kaupi eitthvað annað en original í framtíðinni hvað varðar skynjara.

Ertu að segja að nýji skynjarinn frá mér hafi verið bilaður ?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/