bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Taka loft út úr kælikerfi E39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=69402
Page 1 of 1

Author:  dstone [ Mon 16. Nov 2015 19:09 ]
Post subject:  Taka loft út úr kælikerfi E39

Getur eitthver lýst þessu ferli?

Author:  Navigator [ Sat 26. Dec 2015 11:46 ]
Post subject:  Re: Taka loft út úr kælikerfi E39

ef það er loft inná kerfinu án þess að við kerfið hafi verið átt, þýðir að það sé leki á því, kælimiðillinn lekur af því (meiri þrýstingur á kerfinu en umhverfisþrýstingur) og þá þarf að lagfæra lekann, annars lekur aftur út af því.

þegar búið er að komast fyrir lekann er loft inná kerfinu, hægt er að reka það út með t.d. köfnunarefni (N2) og svo þarf sogdælu (vakúmdælu) til að ná niður þrýstingi svo vatnið/rakinn á kerfinu gufi upp og í dæluna.

þá er bætt smurefni með kælimiðlinum.

það gæti þurft að skipta um rakasíu.

stundum, á stærri kerfum amk, er loki efst á eimsvala til að tappa af lofti, efast það sé á bílkerfum.

hvernig þetta er gert á akkurat E39 er líklega gegnum loka sitthvoru megin við þjöppuna.

annar lokinn er merktur blár, lágur (low) þrýstingur að þjöppu frá eimara inní bíl.

hinn er rauður, hár (high) þrýstingur frá þjöppu að eimsvala við vatnskassa.

en að það sé loft á kerfinu gæti þýtt leka sogmegin á kerfinu, þar er undirþrýstingur, í loftinu er svo einhver raki sem getur safnast fyrir, frosið og minnkað afköst kerfisins og loftið safnast yfirleitt í eimsvalanum, minnkar afköst hans.

eflaust er ég að gleyma einhverju, endilega bætið við.

Author:  Angelic0- [ Mon 28. Dec 2015 23:17 ]
Post subject:  Re: Taka loft út úr kælikerfi E39

grunar að hann sé að tala um kælikerfi bílvélar, s.s. kælivatn...

Author:  birkire [ Sat 02. Jan 2016 01:02 ]
Post subject:  Re: Taka loft út úr kælikerfi E39

Navigator wrote:
ef það er loft inná kerfinu .............


fann vélvirkjann

Author:  Navigator [ Fri 08. Jan 2016 20:52 ]
Post subject:  Re: Taka loft út úr kælikerfi E39

Hahaha já sennilega kælivatnskerfinu :)

Leita að nipplum, fylla kerfið, opna nippla, blæða þá og loka, mótor í gang með nefið upp, kreista lagnir, opna og blæða nippla ef þeir eru, ath hita á miðstöð og fylgjast með hitamæli og vatnsstöðu, toppa kælivatn alla leið, drepa á, niður með bíl, út að aka ef enginn er lekinn, stoppa eftir smá akstur og ath stöðu á vatni.

Svona ca og um það bil :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/