bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

EWS Delete í vélartölvu ??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68994
Page 1 of 1

Author:  Omar_ingi [ Sat 18. Jul 2015 22:28 ]
Post subject:  EWS Delete í vélartölvu ??

Er einhver sem tekur að sér að gera svona hérna á klakanum?

Mér var sagt að einhver danni í Eðalbílum væri að þessu en skilst að hann sé fluttur úr landi og að Skúli ásamt einhverjum vinum væru með dótið sem hann var með en svo skildist mér að það var einhvað vesen á því.. síðast þegar ég talaði við skúla um það.

Þannig mér langaði bara að varpa hérna inn þessari spurningu

Var búinn að fynna vélartölvu ( http://www.panjo.com/buy/1996-1999-m3-ecu-ews-deleted-203020?index=3 ) og var búinn að spurja kauða hvort hann sendi til íslands og hver fluttnings kostnaður er mikill. En er bara ekki búinn að fá svar hjá honum.

Ég er með tölvu en vantar að láta taka út EWS-ið í henni.

Var reindar líka búinn að skoða TurnerMotorsport chip með EWS delete en kostar svoldið.

Allar upplisingar vel þegnar :)

Author:  gardara [ Sat 18. Jul 2015 22:31 ]
Post subject:  Re: EWS Delete í vélartölvu ??

Þú ert líklegast að tala um Davíð (slapi) í eðalbílum. Hann var ekki að flassa út ews í vélartölvum heldur að setja EWS emulator í bíla hér heima.

Spurning um að lesa sér til um ews emulator, hugsa að þú komist lengra í því sjálfur en að flassa vélartölvuna.

Author:  Omar_ingi [ Sat 18. Jul 2015 22:35 ]
Post subject:  Re: EWS Delete í vélartölvu ??

gardara wrote:
Er ekki EWS emulator það sem þú þarft, frekar en að flassa út EWS úr vélartölvunni

Já nú veit ég ekki, Ég hef reindar ekki kynnt mér þetta mikið, það mesta er að ég hef lesið mig einhvað smá til um þetta en á ensku og ég er ekki beint rosa góður að skilja hana en get þó reddað mér :)

Og hvað er þetta EWS emulator?

Author:  gardara [ Sat 18. Jul 2015 22:37 ]
Post subject:  Re: EWS Delete í vélartölvu ??

EWS emulator er lítið stykki sem þú splæsir inn í vélarloom-ið hjá þér og sendir merki til vélartölvunnar eins og EWS-ið sé OK (réttur lykill, réttur sviss og rétt ews tölva sé til staðar og allt þess háttar) svo að þú getur ræst.

Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/