Hjalti123 wrote:
KMAG wrote:
Ef ég tipla á bremsurnar í beinni línu með hendur frá stýri skelfur það og nötrar. Eðalbílar töldu aðra dæluna að framan geta verið ryðgaða og þar með ekki ganga fyllilega til baka. Er það þá næsta mál? Mig grunar það.
Lítið mál að athuga þær, losar dælurnar úr kjammanum og reynir að þrýsta stimplunum inn, getur líka notað þvingu en þetta á ekki að vera rosalega stíft. Ef stimplarnir eru rugl fastir þarf að taka dælurnar upp.
Nei nei nei nei nei þetta er alls ekki rétta leiðin.
Þú losar dæluna úr kjammanum, eina í einu, og ýtir síðan á pedalann nokkrum sinnum til að fá stimpilinn vel út. Síðan skoðaru gúmmíið hvort það er rifið einhverstaðar eða laust frá og ef ekki þá lyftirðu gúmmínu upp með litlu flötu skrúfjarni og skoðar stimpilinn. Ef hann er ryðgaður þá þarf að kaupa nýjan. Ef hann er óryðgaður en það er ryðlitaður vökvi á honum þá er dælan sjálf ryðguð og það þarf að taka hana í sundur, sandblása og setja saman aftur með nýju gúmmísetti.
Ég veit ekki hversu oft ég er búinn að fá bíla inná gólf til mín til að gera við bremsur eftir rangt samsettar dælur eða klossaskipti þar sem það var ekkert skoðað ástandið bara þrýst til baka. Einhver aðgerð sem átti að kosta bara smotterí að skipta um klossa en endar að kosta margfallt meira.