bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 31. Oct 2024 23:43

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 04. Jul 2015 22:56 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
Sælir.

Mig bráðvantar aðstoð einhvers hér sem þekkir til E39 og getur hjálpað mér að greina bremsuvandamál.

Bíllinn hristist þegar ég bremsa. Skipti um framdiska í apríl og hann var góður. Svo byrjaði þetta vandamál í byrjun júni, þá bara á ofsalegum hraða. Núna finn ég þetta alltaf. Ég tel diskana að aftan vera ónýta, en minn bifvélavirki (EKKI BMW-maður...) telur þá nothæfa í 10 ár. Eðalbílar sögðu mér að bremsudælur að framan hlytu að vera skrítnar en gátu ekki sagt mér neitt meira. Ég vil bara fá mann sem þekkir þetta til að skoða og segja mér hver andskotinn er að. Greiði að sjálfsögðu fyrir.

Kveðja,
Kjartan


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 04. Jul 2015 23:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10992
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Geta þetta ekki verið spyrnufóðringar að framan ?

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 04. Jul 2015 23:15 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
srr wrote:
Geta þetta ekki verið spyrnufóðringar að framan ?


Ha???? Geta þær valdið titringi við hemlun??


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 04. Jul 2015 23:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10992
Location: Keflavík, BMW hverfinu
KMAG wrote:
srr wrote:
Geta þetta ekki verið spyrnufóðringar að framan ?


Ha???? Geta þær valdið titringi við hemlun??

Skoðaðu þetta:
http://www.bimmerfest.com/forums/showth ... p?t=160274

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 04. Jul 2015 23:22 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
srr wrote:
KMAG wrote:
srr wrote:
Geta þetta ekki verið spyrnufóðringar að framan ?


Ha???? Geta þær valdið titringi við hemlun??

Skoðaðu þetta:
http://www.bimmerfest.com/forums/showth ... p?t=160274

Sæll!
Þetta er skrítið. Ég er með 530i og ég finn ekki neinn titring sérstaklega á 50-60, held ég...þetta er bara harkalegt við hemlun. Bíllinn stóð í hálft ár á bílasölu áður en ég eignaðist hann. Þar gæti bremsudraslið eitthvað hafa skemmst. Kanna þetta. Þarf enn fagmann.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 05. Jul 2015 10:13 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Jul 2011 13:34
Posts: 52
til að einangra vandamálið er hægt að setja klemmur á bremsuslöngurnar, aftan fyrst, ekki mælt með því en fara varlega, fara út og hemla, finna hvaðan titringurinn kemur.

setja bílinn á lyftu, athuga hvort hjólin snúist eðlilega og svo setja klukku á diskana og snúa og svo auðvitað að athuga hjólabúnaðinn fyrst hann er kominn uppá lyftuna.

ef ég hefði ekki aðstöðu í svona lagað myndi ég fá tíma í söluskoðun/ástandsskoðun hjá AT eða Frumherja, kostar um 13þkr en þeir eru með flottar græjur og gríðarlega reynslu í að bilanagreina svona hluti og svo er alltaf fínt að vita ástand bílsins uppá hár.

_________________
Jón Ingi
s. 692 1212


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Jul 2015 01:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Hvaðan keyptirðu diskana og hvaða framleiðandi?

Ég keypti allt nýtt í 328i hjá mér í AB, þegar ég segi allt nýtt þá meina ég diska, klossa, stimpla og gúmmísett. Gerði dælurnar upp 100% sandblés og allt. Skipti meira að segja um hjólalegur í leiðinni þar sem það var slag í þeim (sennilega útaf víbringnum) og með hjólalegum kemur líka nýtt nav (keypti legurnar samt í umboðinu)

Víbringurinn hætti í svona mánuð til tvo og byrjaði síðan að koma aftur. Alveg eins og þú ert að lýsa, fannst bara á hraða fyrst og fór síðan að verða verra. Fór með bílinn á bremsutester í skólanum staðfesti að framdiskarnir eru skakkir en að bremsudælurnar eru í lagi, liggja ekkert útí eða neitt. Það voru National diskar.

Ef þú keyptir eins tel ég nánast öruggt að diskarnir eru bara orðnir verptir hjá þér aftur.

Eitt enn.. ef þú sleppir stýrinu á ferð og tiplar létt á bremsurnar nóg til að víbringurinn byrjar og stýrið víbrar með, þá er þetta pottþétt að framan. Hef greint og lagað nokkuð mikið af víbrings vandamálum í bremsum í bílum í vinnunni og aðeins einu sinni hefur víbringurinn verið að aftan.

En, eins og Skúli segir þá geta þetta verið spyrnufóðringar að framan. Ég lenti í því líka á E39 sem ég átti fyrir mörgum árum.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 07. Jul 2015 23:31 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
Danni wrote:
Hvaðan keyptirðu diskana og hvaða framleiðandi?

Ég keypti allt nýtt í 328i hjá mér í AB, þegar ég segi allt nýtt þá meina ég diska, klossa, stimpla og gúmmísett. Gerði dælurnar upp 100% sandblés og allt. Skipti meira að segja um hjólalegur í leiðinni þar sem það var slag í þeim (sennilega útaf víbringnum) og með hjólalegum kemur líka nýtt nav (keypti legurnar samt í umboðinu)

Víbringurinn hætti í svona mánuð til tvo og byrjaði síðan að koma aftur. Alveg eins og þú ert að lýsa, fannst bara á hraða fyrst og fór síðan að verða verra. Fór með bílinn á bremsutester í skólanum staðfesti að framdiskarnir eru skakkir en að bremsudælurnar eru í lagi, liggja ekkert útí eða neitt. Það voru National diskar.

Ef þú keyptir eins tel ég nánast öruggt að diskarnir eru bara orðnir verptir hjá þér aftur.

Eitt enn.. ef þú sleppir stýrinu á ferð og tiplar létt á bremsurnar nóg til að víbringurinn byrjar og stýrið víbrar með, þá er þetta pottþétt að framan. Hef greint og lagað nokkuð mikið af víbrings vandamálum í bremsum í bílum í vinnunni og aðeins einu sinni hefur víbringurinn verið að aftan.

En, eins og Skúli segir þá geta þetta verið spyrnufóðringar að framan. Ég lenti í því líka á E39 sem ég átti fyrir mörgum árum.


Ég keypti þá í AB, minnir mig, eða Stillingu. Þeir voru allavega ekki original. En þetta hljómar nákvæmlega eins. Takk fyrir! Ég athuga þetta.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 12. Jul 2015 01:05 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
Danni wrote:
Hvaðan keyptirðu diskana og hvaða framleiðandi?

Ég keypti allt nýtt í 328i hjá mér í AB, þegar ég segi allt nýtt þá meina ég diska, klossa, stimpla og gúmmísett. Gerði dælurnar upp 100% sandblés og allt. Skipti meira að segja um hjólalegur í leiðinni þar sem það var slag í þeim (sennilega útaf víbringnum) og með hjólalegum kemur líka nýtt nav (keypti legurnar samt í umboðinu)

Víbringurinn hætti í svona mánuð til tvo og byrjaði síðan að koma aftur. Alveg eins og þú ert að lýsa, fannst bara á hraða fyrst og fór síðan að verða verra. Fór með bílinn á bremsutester í skólanum staðfesti að framdiskarnir eru skakkir en að bremsudælurnar eru í lagi, liggja ekkert útí eða neitt. Það voru National diskar.

Ef þú keyptir eins tel ég nánast öruggt að diskarnir eru bara orðnir verptir hjá þér aftur.

Eitt enn.. ef þú sleppir stýrinu á ferð og tiplar létt á bremsurnar nóg til að víbringurinn byrjar og stýrið víbrar með, þá er þetta pottþétt að framan. Hef greint og lagað nokkuð mikið af víbrings vandamálum í bremsum í bílum í vinnunni og aðeins einu sinni hefur víbringurinn verið að aftan.

En, eins og Skúli segir þá geta þetta verið spyrnufóðringar að framan. Ég lenti í því líka á E39 sem ég átti fyrir mörgum árum.


Ef ég tipla á bremsurnar í beinni línu með hendur frá stýri skelfur það og nötrar. Eðalbílar töldu aðra dæluna að framan geta verið ryðgaða og þar með ekki ganga fyllilega til baka. Er það þá næsta mál? Mig grunar það.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 12. Jul 2015 10:07 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Mon 12. Aug 2013 23:35
Posts: 170
KMAG wrote:

Ef ég tipla á bremsurnar í beinni línu með hendur frá stýri skelfur það og nötrar. Eðalbílar töldu aðra dæluna að framan geta verið ryðgaða og þar með ekki ganga fyllilega til baka. Er það þá næsta mál? Mig grunar það.


Lítið mál að athuga þær, losar dælurnar úr kjammanum og reynir að þrýsta stimplunum inn, getur líka notað þvingu en þetta á ekki að vera rosalega stíft. Ef stimplarnir eru rugl fastir þarf að taka dælurnar upp.

_________________
BMW E39 523 97'
BMW E32 730iA 92'


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 13. Jul 2015 20:21 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 25. Oct 2014 15:11
Posts: 32
Hjalti123 wrote:
KMAG wrote:

Ef ég tipla á bremsurnar í beinni línu með hendur frá stýri skelfur það og nötrar. Eðalbílar töldu aðra dæluna að framan geta verið ryðgaða og þar með ekki ganga fyllilega til baka. Er það þá næsta mál? Mig grunar það.


Lítið mál að athuga þær, losar dælurnar úr kjammanum og reynir að þrýsta stimplunum inn, getur líka notað þvingu en þetta á ekki að vera rosalega stíft. Ef stimplarnir eru rugl fastir þarf að taka dælurnar upp.

Takk! Geri þetta!


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 15. Jul 2015 18:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Hjalti123 wrote:
KMAG wrote:

Ef ég tipla á bremsurnar í beinni línu með hendur frá stýri skelfur það og nötrar. Eðalbílar töldu aðra dæluna að framan geta verið ryðgaða og þar með ekki ganga fyllilega til baka. Er það þá næsta mál? Mig grunar það.


Lítið mál að athuga þær, losar dælurnar úr kjammanum og reynir að þrýsta stimplunum inn, getur líka notað þvingu en þetta á ekki að vera rosalega stíft. Ef stimplarnir eru rugl fastir þarf að taka dælurnar upp.


Nei nei nei nei nei þetta er alls ekki rétta leiðin.

Þú losar dæluna úr kjammanum, eina í einu, og ýtir síðan á pedalann nokkrum sinnum til að fá stimpilinn vel út. Síðan skoðaru gúmmíið hvort það er rifið einhverstaðar eða laust frá og ef ekki þá lyftirðu gúmmínu upp með litlu flötu skrúfjarni og skoðar stimpilinn. Ef hann er ryðgaður þá þarf að kaupa nýjan. Ef hann er óryðgaður en það er ryðlitaður vökvi á honum þá er dælan sjálf ryðguð og það þarf að taka hana í sundur, sandblása og setja saman aftur með nýju gúmmísetti.

Ég veit ekki hversu oft ég er búinn að fá bíla inná gólf til mín til að gera við bremsur eftir rangt samsettar dælur eða klossaskipti þar sem það var ekkert skoðað ástandið bara þrýst til baka. Einhver aðgerð sem átti að kosta bara smotterí að skipta um klossa en endar að kosta margfallt meira.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group