bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Olíumembru skipti á m54b30
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68788
Page 1 of 1

Author:  98.OKT [ Thu 21. May 2015 21:59 ]
Post subject:  Olíumembru skipti á m54b30

Sælir,

mín bíður það verkefni að skipta um olíumembruna og lagnirnar í kringum hana þegar varahlutirnir koma til landsins og mun ég skipta um ventlalokspakkninguna á sama tíma.

Spurningin er, hefur einhver hér reynslu af því að skipta um þetta?? m.v. youtube myndbönd sem ég er búinn að vera að stúdera að þá er þetta nokkuð mikið föndur og ágætlega tímafrekt en ég hef séð menn nota tvær aðferðir við þetta. Annarsvegar með því að fjarlægja soggreinina og hinsvegar með því að sleppa því. Veit einhver hvort sé raunverulega þægilegra? Það á að taka styttri tíma án þess að taka hana í burtu en maður sér mun verr hvað maður er að gera enda er plássið ekki mikið fyrir :)

http://ills.bmwfans.info/o7i.png

Author:  Bandit79 [ Fri 22. May 2015 13:27 ]
Post subject:  Re: Olíumembru skipti á m54b30

Ef þú hefur tíma og ekkert stress, þá myndi ég taka soggreinina af bara :) Hef gert þetta með soggreinina á og það var ekkert rosalega gaman :lol:

Author:  98.OKT [ Sun 24. May 2015 01:57 ]
Post subject:  Re: Olíumembru skipti á m54b30

akk fyrir þetta. Ég endaði á að skipta um hana með soggreinina á og já eins og þú segir þá var það ekkert voða gaman :argh: :argh: Mikið vesen að tengja rörið sem fer frá membrunni í soggreinina en annars þá slapp þetta alveg en þetta tók mig um 6 klukkutíma :o :o Hélt svo að ég hefði gert einhver mistök því bíllinn hagaði sér leiðinlega eftir þetta, var máttlaus og drap á sér þegar maður keyrði afstað eftir að hann hitnaði en eftir tölvulestur og athuganir þá komst ég að því að knastásskynjarinn var ótengdur hehe :oops:

Svo skipti ég reyndar líka um ventlalokspakkningu en það var ca. tveggja tíma verk :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/