Góðan dag, ég er með þetta útvarpstæki í E34 hjá mér, kom orginal í bílnum BECKER BE1801 með orginal magnara í skotti, tengið aftaná útvarpið er 17Pinna nema það að það eru engir hátalara vírar í tækið sjálft, þeir koma bara í magnarann í skottinu svo að ég get ekki eins auðveldlega skipt því út því að ég fæ ekkert hljóð úr nýrra tæki í hátalarana, og svo er annað vandamál að það heyrist bara í hátalaranum hægra megin frammí, reyndar hefur það gerst nokkrum sinnum að hinir detti inn en detta svo út aftur, það er magnari í skottinu sem ég væri til í að halda í, en vitið þið hvort það sé annað OEM útvarps tæki sem gæti virkað með orginal magnaranum í skottinu? Eða þarf ég alltaf að leggja nýja hátalara víra uppí mælaborð?
Svona tæki
