bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Stíf skiptistöng á E39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68665
Page 1 of 1

Author:  KMAG [ Sun 26. Apr 2015 00:51 ]
Post subject:  Stíf skiptistöng á E39

Sælir

Kannast nokkur við þetta vandamál?
Það lýsir sér þannig að sjálfskiptingarstöngin er afbrigðilega stíf. Stundum er hún ekki stíf, stundum SVO stíf að ég óttast að brjóta eitthvað milli gíra.
Svo er stundum eins og bilið milli gíranna sé óáþreifanlegt, ljósið í stokknum (við hliðina á stönginni) sem merkir hvaða gír maður er í slökknar og þá er hann eins og hann sé í neutral.
Þetta er skrítið. Skiptingin hagar sér að öðru leyti eðlilega á akstri, held ég.

Author:  sosupabbi [ Mon 27. Apr 2015 15:58 ]
Post subject:  Re: Stíf skiptistöng á E39

Ónýtur/stífur sjálfskipti barki, rétta viðgerðin er að skipta um hann :thup:

Author:  Danni [ Wed 29. Apr 2015 06:35 ]
Post subject:  Re: Stíf skiptistöng á E39

Mjög líklega skiptibarkinn, Það er hægt að staðfesta með að fara undir bílinn og taka hann úr sambandi við skiptinguna og prófa að hreyfa hann. Ef það er ennþá stíft að hreyfa stöngina er þetta barkinn annars gæti þetta verið rofinn á skiptingunni sjálfri. En barkinn er samt töluvert algengari.

Author:  KMAG [ Thu 30. Apr 2015 14:20 ]
Post subject:  Re: Stíf skiptistöng á E39

sosupabbi wrote:
Ónýtur/stífur sjálfskipti barki, rétta viðgerðin er að skipta um hann :thup:

Danni wrote:
Mjög líklega skiptibarkinn, Það er hægt að staðfesta með að fara undir bílinn og taka hann úr sambandi við skiptinguna og prófa að hreyfa hann. Ef það er ennþá stíft að hreyfa stöngina er þetta barkinn annars gæti þetta verið rofinn á skiptingunni sjálfri. En barkinn er samt töluvert algengari.

Takk kærlega! Þetta hljómar ekki alvarlegt. Ég læt þá skipta um þetta.

Author:  KMAG [ Thu 30. Apr 2015 14:24 ]
Post subject:  Re: Stíf skiptistöng á E39

Eitt annað: hvar fær maður varahluti í BMW hér á landi?
Þá er ég að sjálfsögðu að meina eitthvað annað en BL.

Author:  rockstone [ Thu 30. Apr 2015 18:51 ]
Post subject:  Re: Stíf skiptistöng á E39

KMAG wrote:
Eitt annað: hvar fær maður varahluti í BMW hér á landi?
Þá er ég að sjálfsögðu að meina eitthvað annað en BL.


Tækniþjónusta Bifreiða í hafnarfirði er með einhvað, annars panta margir sjálfir af internetinu. t.d. pelicanparts.com

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/