bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

e39 540i "gangsetningarvesen"
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68504
Page 1 of 1

Author:  Dagurrafn [ Mon 30. Mar 2015 21:30 ]
Post subject:  e39 540i "gangsetningarvesen"

Er í smá basli með bílinn hjá mér og vantar smá aðstoð...

Vesenið lýsir sér þannig að bílinn er frekar tregur í gang, tekur smá tíma fyrir mótorinn að taka við sér. Það er einsog hann sé ekki að fá nægt bensín(búinn að skipta um síuna og bensíndælu fyrir stuttu)

Þetta gerist samt ekki í hvert skipti sem ég starta honum. Stundum þegar hann lætur svona, tekur hann við sér en gengur rosalega kjánalega og drepur á sér, en stundum get ég gefið honum smá í og þá tekur hann við sér eftir smá.

Svo er líka eitt sem ég veit ekki hvort tengist þessu en þegar ég gef honum pínkulítið bensín í hægagangi ruggar hann rosalega í snúningi +- 500 snúngingar. en þegar ég er á ferð gengur hann einsog klukka!

Fór til eðalbíla um daginn og lét lesa af honum og það kom villa á "knock sensor 1" svo að ég skipti um skynjarann og mér fannst hann láta aðeins skárra. fannst samt einsog hann væri aðeins lengur að taka við sér heldur en áður. en svo nokkrum dögum eftir að ég skipti um hann byrjaði hann að láta eins, þurrkaði ekki út villunni þarsem ég hef ekki aðgang að tölvu(veit ekki hvort þess þurfi)
Þeir mældu samt ganginn á bílnum í tölvunni og mér var sagt að það væri engar gangtruflanir og að allt gengi "fáránlega vel"

ALLAR hugmyndir um hvað gæti verið að væru rosalega vel þegnar!

-Dagurrafn

Author:  300+ [ Tue 31. Mar 2015 16:55 ]
Post subject:  Re: e39 540i "gangsetningarvesen"

Hljómar mögulega eins og sein svörun í ICV sem er orðinn fastur/að festast af drullu.

Author:  Angelic0- [ Tue 31. Mar 2015 18:38 ]
Post subject:  Re: e39 540i "gangsetningarvesen"

300+ wrote:
Hljómar mögulega eins og sein svörun í ICV sem er orðinn fastur/að festast af drullu.


x2

Author:  Dagurrafn [ Tue 31. Mar 2015 19:19 ]
Post subject:  Re: e39 540i "gangsetningarvesen"

300+ wrote:
Hljómar mögulega eins og sein svörun í ICV sem er orðinn fastur/að festast af drullu.


Reiknaði einmitt með því fyrst, en þarsem þetta er '01 módel þá er ekki ICV ef ég fer rétt með?

Quote:
BMW only used one ICV on the M62 engine, part number 13411733090 (Bosch mfr number 0280140532) up to 9/1998. After 9/1998 540i's do not have an ICV.



Gæti þetta verið spíssa vesen kannski?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/