bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Mikil eyðsla á 03 530i (M54)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68476
Page 1 of 2

Author:  Bjaddnis [ Mon 23. Mar 2015 20:57 ]
Post subject:  Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Sælir

Er með 2003 530i, M54 mótor.
Aksturstölvan mín sýnir á milli 17-19l/100, hef núllað þetta oft og reynt að keyra eins sparlega og ég get en þetta fer ekki undir 17...
Hef að vísu ekki mælt þetta en þetta virðist passa miðað við hvað ég kemst á tankinum..

Bíllinn fór á heddpakkningum síðasta sumar og var það allt lagað hjá TB fyrir milljón kall, og á allt að vera í góðu lagi. Er nýbuinn að yfirfara skiptingu, smyrja, sía og þéttihringir. Einnig er ný bensíndæla í bílnum og allt nýtt í kælikerfi.

Getur verið að einhverjir súrefnisskynjarar séu að stríða mér eða hvað? Einhverjar hugmyndir? veit að þessi vél á ekki að dala í svona mikilli eyðslu, er að keyra þetta eins og gömul kona.

Author:  rockstone [ Mon 23. Mar 2015 22:26 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Lesa af bílnum? En eyðslumælir tölvunnar er aldrei 100% best að mæla sjálfur. en ef þú heldur að skynjarar séu að stríða er best að láta lesa af bílnum og skoða virkni skynjara.

Author:  Bjaddnis [ Mon 23. Mar 2015 22:27 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Jaa þarf bara að panta helvitis millistykkið a tölvuna

Author:  Angelic0- [ Tue 24. Mar 2015 05:23 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Þú ert voðalega óheppinn með bílana sem að þú færð virðist vera...

Geri ráð fyrir að þetta sé gamli E39 bíllinn hans Ingvars, frekar flottur bíll...

Ansi þéttur og góður bíll, fyrir utan þetta mechanical bull sem að er búið að vera á honum..

Author:  Bjaddnis [ Tue 24. Mar 2015 14:41 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Jájá þá hefur maður allavega eitthvað að gera :)

Author:  Bjaddnis [ Tue 24. Mar 2015 21:10 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Fæ 68 vanos exhaust camshaft end position not reached

???

Eitthvað illa sett saman í viðgerðinni á heddinu?

Author:  Eggert [ Wed 25. Mar 2015 11:48 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Ég myndi snúa athyglinni að vanosinu og testa solenoids og jafnvel skipta út o-hringjum.

Author:  Angelic0- [ Wed 25. Mar 2015 17:17 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

það á að vera nýbúið að yfirfara vanos, ég held að Tækniþjónustan ætti að yfirfara þetta...

Author:  slapi [ Thu 26. Mar 2015 19:08 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Er þetta ekki bara knastásskynjari?
Hvaðan færðu þennan kóða þ.e hver las bílinn?

Author:  Bjaddnis [ Fri 27. Mar 2015 08:39 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Eg fekk nu bara einn til að koma lesa hja mer, hann var sjalfur með disel og veit ekkert meir en eg um þetta

Author:  slapi [ Fri 27. Mar 2015 16:08 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Hafðu bara samband við Eðalbíla og fáðu tíma í aflestur hjá þeim til að fá þetta á hreint.

Author:  íbbi_ [ Fri 03. Apr 2015 13:32 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Hvernig er gangurinn í honum? Èg àtti einn sem eyddi àlíka tõlum, hann reyndist vitlaus um eina tönn.

Author:  Bjaddnis [ Fri 03. Apr 2015 13:34 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

Gangurinn er 100%, billinn er kominn niður i 14.8 nuna... Og eg er að keyra graðar en áður. Neita að trúa að frostið hafi svo mikil áhrif, þetta hefur eflaust verið dælan

Author:  Alpina [ Fri 03. Apr 2015 17:46 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

íbbi_ wrote:
Hvernig er gangurinn í honum? Èg àtti einn sem eyddi àlíka tõlum, hann reyndist vitlaus um eina tönn.



Á keðjunni :shock: ,, 'a öðrum knasti ?

Author:  íbbi_ [ Mon 06. Apr 2015 00:41 ]
Post subject:  Re: Mikil eyðsla á 03 530i (M54)

já. hann hafði eflaust verið settur vitlaus við keðjuskipti

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/