bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Aðstoð með blikkandi ljós í Bmw 730i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68276
Page 1 of 1

Author:  BjarkiFreyrO [ Thu 19. Feb 2015 22:18 ]
Post subject:  Aðstoð með blikkandi ljós í Bmw 730i

Ég er með BMW 730i 1995 árgerð og allt í einu byrjuðu öll ljósin að blikka í bílnum, ljósin að utan og öll jós inni í bílnum, líka í mælaborðinu. Við fórum með hann til Laghentra hérna í Reykjanesbæ og þeir sögðu að það væri tölva í rafmagnskerfinu sem að væri biluð, þeir fluttu inn þannig tölvu til að gá hvort að hún passaði og hún passaði ekki. Þannig að það eina sem að hægt er að gera er að kaupa inn aðra svona tölvu sem að kostar hátt í 100 þúsund krónur. Vandamálið er það að þeir eru 90% vissir um að þetta sé það sem er að en það eru alltaf þessi 10% líkur að það sé einhvað annað. Þannig að ég var að spá hvort að einhver hérna sem er með góða reynslu á BMW gæti sagt mér hvort að þetta sé það sem er að og hvað annað gæti verið að.
Takk fyrir
-Bjarki

Author:  sosupabbi [ Thu 19. Feb 2015 22:53 ]
Post subject:  Re: Aðstoð með blikkandi ljós í Bmw 730i

Hleður bíllinn og er rafgeymirinn í góðu standi? Getur líka skoðað www.e38.org þar er fullt af greinum um hin ýmsu vandamál, annars gæti ljósatölvan verið biluð og ég er nokkuð viss um að Skúli "srr" hérna á spjallinu gæti átt hana til fyrir þig, hann er í síma 844-0008.

Author:  D.Árna [ Thu 19. Feb 2015 23:05 ]
Post subject:  Re: Aðstoð með blikkandi ljós í Bmw 730i

Er þetta VA906?

Author:  BjarkiFreyrO [ Fri 20. Feb 2015 09:17 ]
Post subject:  Re: Aðstoð með blikkandi ljós í Bmw 730i

D.Árna wrote:
Er þetta VA906?


Nei, Þetta er ekki sá bíll

Author:  srr [ Fri 20. Feb 2015 09:51 ]
Post subject:  Re: Aðstoð með blikkandi ljós í Bmw 730i

sosupabbi wrote:
Hleður bíllinn og er rafgeymirinn í góðu standi? Getur líka skoðað http://www.e38.org þar er fullt af greinum um hin ýmsu vandamál, annars gæti ljósatölvan verið biluð og ég er nokkuð viss um að Skúli "srr" hérna á spjallinu gæti átt hana til fyrir þig, hann er í síma 844-0008.

Mikið rétt vinur.
Ég á til svona tölvu með sama partanúmeri.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/