bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Grip mestu dekkin í þurru
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68228
Page 1 of 1

Author:  Mazi! [ Tue 10. Feb 2015 09:58 ]
Post subject:  Grip mestu dekkin í þurru

Er að spá í að fá mér ný dekk að aftan á M3

í stærðinni 245/35/R17 (10" breiðar felgur)


Hvað er mesta gripið í þurru er það Toyo R888 eða T1R

Endilega komið með skoðanir á þessu og reynslu sögur.


er samt ekki að leita að slikkum eða álíka.

Author:  -Siggi- [ Tue 10. Feb 2015 11:03 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

Ég keypti ný T1R á 300ZX og ég bókstaflega gat ekki spólað í öðrum á þeim.
Það var ekki útaf kraftleysi :P
Hann var vanur að rífa sig í spól á gjöfinni á öðrum dekkjum.

Ég hef ekki reynslu af R888 á götunum, bara í rallykrossinu.

Author:  Mazi! [ Tue 10. Feb 2015 11:06 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

Já ég fer sennilega bara í T1R

sýnist að það sé það besta fyrir peninginn í þessu

Author:  Alpina [ Tue 10. Feb 2015 11:10 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

888 eru semi slikkar


en T1R er umtalað hversu fáránlega gott það er

Author:  Angelic0- [ Tue 10. Feb 2015 16:20 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

Toyo T1R eru með 280 Treadwear rating...

Ég myndi athuga með að sérpanta Hankook Ventus R-S3 (140 Treadwear Rating) eða ef að þú vilt smá endingu líka Dunlop Direzza ZII (Treadwear Rating 200)

Fullt til sem að er betra en T1R.... en fyrir setupið sem að þú ert að fara að runna myndi ég skoða ýmislegt annað en T1R....

Bridgestone Potenza RE-11A
BFGoodrich g-Force Rival
Dunlop Direzza ZII


Ég hef t.d. prófað að keyra á þessum dekkjum:
http://blog.tirerack.com/blog/motorspor ... -star-spec

Þetta er MEGA stuff, og ekki alveg neitt út úr kortinu dýrt... á mörkunum að heita semi-slikkar !

Semi slikkar eru btw allir undir 140 Treadwear

Author:  Angelic0- [ Tue 10. Feb 2015 19:58 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

http://www.onehotlap.com/2013/01/bfgood ... ckens.html

Author:  gstuning [ Tue 10. Feb 2015 21:26 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

Angelic0- wrote:
Toyo T1R eru með 280 Treadwear rating...

Ég myndi athuga með að sérpanta Hankook Ventus R-S3 (140 Treadwear Rating) eða ef að þú vilt smá endingu líka Dunlop Direzza ZII (Treadwear Rating 200)

Fullt til sem að er betra en T1R.... en fyrir setupið sem að þú ert að fara að runna myndi ég skoða ýmislegt annað en T1R....

Bridgestone Potenza RE-11A
BFGoodrich g-Force Rival
Dunlop Direzza ZII


Ég hef t.d. prófað að keyra á þessum dekkjum:
http://blog.tirerack.com/blog/motorspor ... -star-spec

Þetta er MEGA stuff, og ekki alveg neitt út úr kortinu dýrt... á mörkunum að heita semi-slikkar !

Semi slikkar eru btw allir undir 140 Treadwear


http://en.wikipedia.org/wiki/Treadwear_rating

þetta hefur ekkert með grip að gera heldur endingu. Grip er ekki mótsögn við góðri endingu.

Við notum t.d Michelin Confidential í WEC, á LeMans er hægt að tripple stinta þau, þ.e yfir 3tíma flat out top level GT akstur. Önnur dekk endast styttra og eru með verra grip, þetta eru bestu dekk sem maður fær undir bíl á braut að undanskildum F1 dekkjum sem enginn getur runnað.

Ég mæli með T1R , þau stóðu sig meiriháttar vel fannst mér .

Author:  Angelic0- [ Wed 11. Feb 2015 14:35 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

Ég veit að þetta snýst um endingu...

Ég er samt að ráðleggja honum með dekk sem að MÉR finnst betri en T1R, þó svo að T1R séu frábær....

Author:  Mazi! [ Wed 11. Feb 2015 17:28 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

Fer í T1R klárlega. :thup:

Author:  gardara [ Wed 11. Feb 2015 19:20 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

Myndi halda að R888 séu betri í þurru og brautarakstri.
T1R eru betri all around í bæði bleytu og þurru

Author:  Daníel Már [ Fri 13. Feb 2015 16:17 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

R888 eru bestu og skemmtilegustu dekk sem ég hef keypt! Voru fín í rigningu einnig!

Author:  andrisrj [ Fri 13. Feb 2015 16:41 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

engin reynsla af federal 595RSR? http://www.tyrereviews.co.uk/Tyre/Federal/595RSR.htm

Author:  bimmer [ Fri 13. Feb 2015 23:49 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

Daníel Már wrote:
R888 eru bestu og skemmtilegustu dekk sem ég hef keypt! Voru fín í rigningu einnig!


Ha????

Author:  fart [ Sat 14. Feb 2015 12:01 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

bimmer wrote:
Daníel Már wrote:
R888 eru bestu og skemmtilegustu dekk sem ég hef keypt! Voru fín í rigningu einnig!


Ha????

Einmitt.. Skelfileg dekk fyrir bleytu og þá eru Pilot Cup betri.

Ég myndi halda að Micelin pilot super sport séu bestu non Semislick dekkin á markaðnum, en einnig með því dýrara

http://www.tirerack.com/tires/tires.jsp ... uper+Sport

Author:  Angelic0- [ Sat 14. Feb 2015 19:39 ]
Post subject:  Re: Grip mestu dekkin í þurru

Ég var með R888 undir E39 M5...

Hræðileg í bleytu, og um leið og það var kaldara en c.a. 13°c lofthiti þá tættust þau upp og ekkert grip...

R888 undir bíl sem að keyrir í umferð... big nono!

Það þarf ekki að lesa mörg review til að sjá að Direzza dekkin eru langbest, bæði með viðmið af verði, endingu og gripi...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/