Er með e46 320d bíl sem gengur rosalega grófan hægagang, veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa þessu betur en það. Hann er ekkert að rokka upp og niður á snúning og um leið og þú gefur honum aðeins inn þá er hann eðlilegur og vinnslan er fín.
Búinn að hreinsa egr ventilinn og hann lagaðist ekki við það. Einnig er búið að taka swirl flaps úr bílnum. Hann pústar aðeins út sýnist það koma frá samskeytunum hægra meginn við græna punktinn á myndinni (ekki alveg öruggur með það samt en klárlega einhverstaðar í kringum egr ventilinn. Gæti það verið að valda þessu ? Eða er einhver hérna sem hefur lent í einhverju svipuðu.

Og einnig hafa menn hérna einhverja reynslu af því að fjarlæga þetta úr bílunum ?