bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Subframefóðringa skipti í e53 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=68190 |
Page 1 of 2 |
Author: | 98.OKT [ Thu 05. Feb 2015 22:09 ] |
Post subject: | Subframefóðringa skipti í e53 |
Sælir, hefur einhver hér skipt um allar fjórar subframe fóðringarnar í e53 X5? Vantar að vita hvort hægt sé að skipta um þetta án þess að nota þessa sérstöku kló eða hvort einhver hérna geti tekið svona að sér fyrir sanngjarna upphæð? Finnst of mikið rukkað fyrir þetta hjá Eðalbílum og TB |
Author: | slapi [ Fri 06. Feb 2015 16:12 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Það er ómögulegt að gera þetta án þessara verkfæra og þetta er leiðinda vinna. Fóðringarar eru gúmmí húðaðar einnig þannig að það má ekki þrykkja þeim í með miklu afli því þá rifnar það. Sama hversu oft maður gerir þetta er maður alltaf 4-5 tíma að þessu. Enda þarf að losa aftari hlutann af pústinu niður meðal annars. |
Author: | 98.OKT [ Fri 06. Feb 2015 18:36 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Já get trúað því að þetta sé bölvað bras, finnst samt 80.000 ALLT of mikill peningur fyrir þessa vinnu. Er kominn með aðila í þetta fyrir mig ![]() |
Author: | slapi [ Sat 07. Feb 2015 08:12 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Eg er 80 ekki með fóðuringum? Stykkið af fóðringunni er sub 10.000? |
Author: | 98.OKT [ Sat 07. Feb 2015 10:31 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Nei þeir í Eðalbílum töluðu um 120 með fóðringunum. Reyndar taka þeir í TB um 84.000 fyrir þetta með fóðringum en þeirra fóðringar kosta um 6500.kr stk |
Author: | IvanAnders [ Sat 07. Feb 2015 15:00 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Þetta kostar bara! |
Author: | 98.OKT [ Sat 07. Feb 2015 18:16 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Já en að borga einhverjum ca 17-20.000 á tímann er allt of mikið. Er búinn að finna aðila sem gerir þetta fyrir mun sanngjarnari upphæð |
Author: | Alpina [ Sat 07. Feb 2015 23:16 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Nr1... alvöru verkstæðis vinna kostar.. þannig er þetta bara og þar er full ábyrgð tekin (er ekki að segja að aðrir geri það ekki) 2) ef menn eiga dollara grín,, þá kostar allt meira i flestum tilfella,,, 3) að nota ÓDÝRUSTU varahlutina sýnir bara hugsunargang eigenda 4) ef menn eiga dollaragrín og hafa ekki efni á að reka eða tíma ekki að kasta í þetta það sem það kostar þá er sterkasti leikurinn að vera ekkert með i deildinni þetta er no offence en ALÞEKKT meðal margra eigenda fínna bíla sem kaup ÓDÝRASTA yfirhöfuð,, en langar samt að eiga dollaragrín tek það skýrt fram að þessu er ekki beint að höfundi þráðarins , frekar heldur sjáum við þetta alloft á netinu allstaðar þekkt Amerískt máltæki hljóðar : You get what you pay for,,,,,,, það á fáránlga oft vel við |
Author: | 98.OKT [ Sun 08. Feb 2015 00:12 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Það er rétt hjá þér að oftast er þetta þannig að you get what you pay for og jú margir kaupa sér bíl sem þeim langar í þrátt fyrir að hafa ekki efni á að gera vel við þá EEEENNN hvorugt á við hér. Hérna erum við að tala um ósköp venjuleg fóðringaskipti sem vanur maður getur græjað fyrir lægri upphæð og það kemur hvorki nísku né blankheitum við heldur einfaldlega praktík. Svo hafði ég t.d hugsað mér að kaupa lemförder fóðringar uppá gæðin að gera. Varla ferð þú með þína bíla á verkstæði fyrir allt eða hvað? Svo framalega sem þetta er ekki tæknilegs eðlis þá sé ég ekki ástæðu til að eyða meira en þarf. Svo er annað mál að þeir í Eðalbílum eru snillingar í öllu sem við kemur þessum bílum enda mun ég og hef ég nýtt mér þeirra þjónustu þegar á þarf að halda en fyrir fóðringaskipti þá sé ég um það sjálfur eða finn praktískari leiðir ![]() |
Author: | Alpina [ Sun 08. Feb 2015 00:19 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
SUBFRAME fóðring er nefnilega ,,, EKKI bara subframe fóðring og Lemförder er án vafa eitt það besta en það er notuð spes klemma við þetta og hana eiga ekki allir ........ en sammála .. að fá ódýrara fyrir sömu niðurstöðu er betra ég óska þér samt alls hins besta með þessi skipti |
Author: | 98.OKT [ Sun 08. Feb 2015 00:28 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Já það krefst vissarar aðstöðu og tóla til að gera þetta og þess vegna græja ég þetta ekki sjálfur. Sá sem kemur til með að græja þetta hefur gert það áður og er alkunnur þessum bílum svo ég hef engar áhyggjur ![]() |
Author: | Garðar Rafns [ Sun 08. Feb 2015 20:40 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Sæll. Ég er með sama vandamál, ertu til í að leyfa mér að vita hvað verðið er í að skipta þessum fóðringar og hver gerir það. Kv Garðar Rafns gardarr@mi.is |
Author: | 98.OKT [ Mon 09. Feb 2015 00:34 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Búinn að senda þér póst ![]() |
Author: | Garðar Rafns [ Tue 10. Feb 2015 21:34 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Author: | 98.OKT [ Tue 10. Feb 2015 22:04 ] |
Post subject: | Re: Subframefóðringa skipti í e53 |
Þetta er flott video og sýnir þetta vel, spurnig hvar hægt sé að redda sér þessum verkfærum fyrir þetta |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |