bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Webasto fjarhitari
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=67893
Page 1 of 1

Author:  OliX5 [ Fri 12. Dec 2014 17:50 ]
Post subject:  Webasto fjarhitari

Var að kaupa BMW X5 með Webasto fjarhitara sem kemur síðan í ljós að fer ekki af stað. Virkaði hjá seljanda að hans sögn. Batterí í fjarstýringu í lagi.
Einhver ráð um hvernig væri hægt að koma hitaranum aftur af stað?

Author:  Alpina [ Fri 12. Dec 2014 19:06 ]
Post subject:  Re: Webasto fjarhitari

Er fjarstýring.. sem er tengd hitaranum... ??

allir X5d eru með hitara.. en fáir með fjarstýringu.. slíkt kostar feitt

Author:  slapi [ Fri 12. Dec 2014 19:20 ]
Post subject:  Re: Webasto fjarhitari

Ef hann er með fjarstýringu fer þetta kerfi í gegnum miðstöðina sem hleypir henni af stað. Ef að einhverjar forsendur eru ekki réttar eins og útihitastig eða bilun í kerfinu hleypir hann fýringunni ekki af stað.
Það er ekkert hægt að greina þetta nema að láta lesa af honum , gæti verið eins einfalt eins og það þurfi að aflæsa henni en þær eiga það til að læsa sig ef það tekst ekki í nokkrum tilvikum að fýrast upp í henni. Ég mæli með Eðalbílum í verkið.

Author:  OliX5 [ Fri 12. Dec 2014 20:10 ]
Post subject:  Re: Webasto fjarhitari

Takk fyrir þetta, fæ Bjarka í Eðalbílum til að kíkja á þetta og læt vita hér hver niðurstaðan verður.
Bíllinn er keyrður 96 þús og mjög vel með farinn, býst við hitarinn hafi bara læst sig og þurfi aflæsingu.

Author:  Steinieini [ Sun 14. Dec 2014 13:51 ]
Post subject:  Re: Webasto fjarhitari

Ég er nýbúinn að láta laga þetta í 530d hjá mér, vatnsdælan í hitaranum og blásari.

Eðalbílar bilanagreina þetta fyrir þig og svo er bílasmiðurinn með sérþekkingu á webasto mæli með þeim líka.

Vonlaust að keyra um á diesel bmw með þetta bilað.

Ætlar enginn að fara að koma með alvöru aftermarket 3G lausn á bmw blásarana fyrir fólk sem er ekki með $$$ optionið?

Author:  OliX5 [ Fri 19. Dec 2014 16:54 ]
Post subject:  Re: Webasto fjarhitari

Jæja, búið að lesa af tölvunni í Eðalbílum og allt í stakasta lagi.
Það kom síðan í ljós að ýta þarf snöggt tvisvar, þrisvar á fjarstýringuna til að fá græna ljósið til að blikka og þannig ræsist Webasto hitarinn.
Þannig að vandamálið var ekki flóknara og hitarinn í fínu lagi :)

Author:  Angelic0- [ Sat 20. Dec 2014 19:50 ]
Post subject:  Re: Webasto fjarhitari

Nice, hélt einmitt að mín fjarstýring væri í ólagi... en þetta er eins hjá mér :)

Author:  Navigator [ Sun 21. Dec 2014 09:40 ]
Post subject:  Re: Webasto fjarhitari

sniðugt hjá BMW að hafa svona fídús, 2-3x snöggt á takkann,

er með webasto úr Bílasmiðnum sem ég setti í Muzzoinn og það þarf aðeins að ýta einu sinni á takkann á fjarstýringunni og það
hefur komið fyrir að ég ýti óvart á takkann með fjarstýringuna í vasanum og þá fer fíringin í gang, engum til gagns.

en mikið djö er þetta þægilegt apparat :alien: þrátt fyrir að eyða ca lítra á 100km meiru (bjóst við öðru af heitum bíl).

ég leyfði mér að lengja tíma milli olíuskipta úr ca 5þkm í ca 7-8þkm fresti því nú er vélin nánast alltaf orðin heit/þétt áður en ræst er.

Author:  OliX5 [ Mon 22. Dec 2014 21:31 ]
Post subject:  Re: Webasto fjarhitari

Nánar tiltekið virkar fjarstýringin þannig að takkanum er haldið inni þar til stöðugt grænt ljós kemur og þá er ýtt aftur á takkann og þá fer græna ljósið að blikka og hitarinn fer í gang. Fjarstýringin dregur nokkrar húslengdir, hef testað það!
Þetta er algjör snilld í kuldanum...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/