bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Rafmagns vandamál í e34!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=67875
Page 1 of 1

Author:  Edvalds26 [ Tue 09. Dec 2014 22:36 ]
Post subject:  Rafmagns vandamál í e34!

Jæja nú vantar mig hjálp frá sérfræðingum

Nýlega er komið eitthvert rafmagns vesen í bílinn hjá mér (1990 e34 518i)
Það lýsir sér þannig að fyrst byrjaði útvarpið að detta út þegar ég setti rúðuþurrkurnar á og þegar ég notaði samlæsinguna inní bílnum, og þegar ég setti rúðuþurrkurnar á heyrðist eitthvað hljóð inní spilaranum, núna virka ekki rúðuþurrkurnar, útvarpið, hitari í afturglugga né samlæsingarnar.
Hélt fyrst að spilarinn/útvarpið væri meinvaldurinn en ég er búinn að rífa tækið úr og þurrkurnar, samlæsing og hiti í afturrúðu virka ekki ennþá, öll öryggi eru líka í lagi.

Er eitthver hér sem gæti hugsanlega vitað hvað vandamálið sé?

Author:  srr [ Tue 09. Dec 2014 23:15 ]
Post subject:  Re: Rafmagns vandamál í e34!

Giska á general module (GM) og/eða relay module (RM)

Author:  nocf6 [ Wed 10. Dec 2014 18:38 ]
Post subject:  Re: Rafmagns vandamál í e34!

ég lenti í á e32 að annað geymasambandið losnaði aðeins og þá fór hann að haga sér mjög skringilega, útvarp datt út þegar ég notaði rafmagnið í sætinu, samlæsingar hættu að virka, eða læstu en opnuðu ekki, að endingu hætti hann að fara í gang, startaði eðlilega en tók ekki við sér, allt þetta lagaðist við að herða geymasaböndin betur

Author:  jon mar [ Thu 11. Dec 2014 09:05 ]
Post subject:  Re: Rafmagns vandamál í e34!

Það er líka spes fuse-able link á acc rafmagninu á geymasambandinu. Hann er svo að segja inní snúrinni inní herpihólkum. Ég lenti í þessu á sínum tíma, tók snúruna í sundur og setti öryggjabox og öryggi að sama styrkleika og hitt var. Problem solved.

Author:  Edvalds26 [ Thu 18. Dec 2014 23:35 ]
Post subject:  Re: Rafmagns vandamál í e34!

Geymasamböndin eru góð, kannski að jörðin sé orðin slæm að GM/FM dótinu?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/