bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hjálp! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6781 |
Page 1 of 2 |
Author: | StoneHead [ Tue 13. Jul 2004 16:17 ] |
Post subject: | Hjálp! |
Ég er í smá vandræðum. Þannig er mál með vexti að ég er á 520i árgerð 89 og það kom uppá daginn að hann festist í bakkgír. Í bæði skiptin sem þetta hefur skéð þá var ég sjálfur ekki á bílnum. En hann er í hlutlausum gír en samt í bakkgír. Ég kem gírstönginni í 1 og 2 gír, en ekkert skeður er ég reyni að taka af stað í þeim gírum. Eins og ég segi, hann er í hlutlausum en samt í bakkgír. Bróðir minn sagði að þetta hafi skéð hjá sér, í fyrra skiptið þeas. Og þá lét hann bílinn vera og kíkti á hann einhverju seinna og þá var orðið alltílagi með hann. Þetta var að ské aftur þegar móðir mín ætlaði að fara á honum, hún segir að það hafi verið stíft að láta hann í bakkgír og svo festist hann í honum. Ég er að láta hann kólna eins og er, en vitiði hvað etta er? En það sem mér finnst merkilegast að ég er lang mest á þessum bíl, svo lánar maður bílinn í 1 skipti til að fara útí búð og sollis og þetta skeður í bæði þeim skiptum? hmm Endilega need help. Er etta gírkassinn að fara? eða hvað |
Author: | force` [ Tue 13. Jul 2004 16:32 ] |
Post subject: | |
þetta var svona á gamla mínum, en þá var bara eitthvað splitti að leika sér að renna framm og aftur og stöngin var alveg laus, ég gat í rauninni sett í alla gíra en hann var ýmist fastur í bakk eða fyrsta, þangað til á endanum datt þetta endanlega úr sambandi og þurfti þá bara að setja nýtt splitti og festa það þarsem þetta splitti var víst aldrei fast.... En ég hugsa að þetta geti verið margt annað líka, en þetta er amk það sem var að hjá mér. Vonandi er þetta bara ekkert slæmt ![]() |
Author: | StoneHead [ Tue 13. Jul 2004 16:40 ] |
Post subject: | |
já... gæti verið, ég útiloka ekkert. En ég get ekki látið hann í alla gíra, ég kemst ekki með stöngina í 3 4 5, ég þori ekki að taka einhvað á stönginni meira en ég á að þurfa að gera. en takk fyrir svarið og endilega komið með fleiri. |
Author: | force` [ Tue 13. Jul 2004 16:42 ] |
Post subject: | |
já þetta var svona líka hjá mér, bara allt á mis, var aldrei eins í rauninni, en hinsvegar geta einhverjir fróðari kanski deilt með þér einhverjum tips, svo dettur mér í hug að kanski að syncromið sé farið að vera vel lélegt? ........ |
Author: | StoneHead [ Tue 13. Jul 2004 16:50 ] |
Post subject: | |
hmmm gæti vantað gírolíu? ég veit ekkert svakalega mikið um svona skiptingar. en ég var að fíflast í honum, ég kem honum bara í 1 og 2 gír og þeir eru alveg dauðir, skeður ekkert. en þegar hann er í hlutlausum er hann í bakkgír. ég er orðinn hræddur ![]() ![]() ![]() |
Author: | force` [ Tue 13. Jul 2004 16:53 ] |
Post subject: | |
getur ekki bara verið að þetta splitti sé alveg farið úr núna ? prófaðu að kíkja undir bílinn (þeas ef þú hefur færi á því) og láttu einhvern hreyfa stangirnar um allt og sjá hvort að eitthvað sé orðið laust þarna undir...... Nei held að það vanti ekki gírolíu þegar svona er komið...... honestly |
Author: | StoneHead [ Tue 13. Jul 2004 16:57 ] |
Post subject: | |
okei, ég get látið bílinn oná grifjuna í kvöld. En endilega fróðir menn og konur. Endilega komið með svör. |
Author: | Bjarki [ Tue 13. Jul 2004 17:29 ] |
Post subject: | |
Ef þetta er beinskiptur bíll sem ég reikna með þá er bara málið að skipta um alla slitfletina sem tengjast stönginni sem færir færsluna frá gírstönginni yfir í gírkassann. Þegar þú ert búinn að skipta þessu út þá ætti þetta að vera eins og nýtt ef gírkassinn er í lagi. Gírkassar eru mjög góðir í bmw og lítið um vandamál bara slit þegar þeir eldast en það er alveg eðlilegt. Ferð bara í B&L og þeir vita nákvæmlega hvað þú ert að tala um. Ég keypti svona sett í Schmiedmann í 325i e30 og þetta var alveg magnað þegar ég var búinn að skipta þessu út - eins og nýtt. ![]() |
Author: | StoneHead [ Tue 13. Jul 2004 18:12 ] |
Post subject: | |
Veistu hvað það kostar? |
Author: | StoneHead [ Tue 13. Jul 2004 21:07 ] |
Post subject: | |
Hmm pabbi náði bílnum úr bakkír. Hann tók bara einhvað á stönginni. en ég er enn að spá, hvað er etta nákvæmlega? |
Author: | arnib [ Tue 13. Jul 2004 21:12 ] |
Post subject: | |
Fóðringarnar þínar eru slappar. Ég hugsa að nýtt fóðringasett kosti svona 5000 kall, og ef þú þarft nýja stöng er hún kannski um 6000. Jss gæti þó svarað því betur. Þú getur sjálfur skipt um þetta ef þú hefur þolinmæði og nennir að skoða þetta. Þetta er alls ekki flókið þegar maður fær að horfa á þetta. |
Author: | Jss [ Wed 14. Jul 2004 09:10 ] |
Post subject: | |
Þessir hlutir kosta ca. 6000 kr. en við (B&L) eigum ekki allt til í þetta, við (B&L) munum eiga þetta í næstu viku. ![]() |
Author: | Jss [ Wed 14. Jul 2004 09:14 ] |
Post subject: | |
Þetta lítur svona út: Það er yfirleitt skipt um hluti 11-20 (stöngin þar á meðal) þetta eru hlutirnir inní ca. 6000 kr. "pakkanum". ![]() |
Author: | sindrib [ Wed 14. Jul 2004 09:41 ] |
Post subject: | |
það skeði sviað hjá mér í gamla 316 bílnum minum, ég var eitthvað að þjösnast á honum á malarplani að spóla í hringi, þegar bíllinn hrökk úr gír og beint í hlutlausan, svo ætlaði ég að setja hann í 1. gír og þ´´a kom ég honum ekkert í hann, bara í 2, 3,4,5 og bakk , svo ég ákvað að keyra bílinn heim en fara fyrst einn laugavegs rúnt og viti menn, þegar ég stoppaði á ljósunum hjá laugarveg þá hafði bíllin læknast og gírkassinn virkaði fullkomlega eftir það, en stuttu seinna skipti ég einmitt um þessar fóðringar sem eru á myndini, það er að seigja plasthringinn undir kúlu liðin og gírhnúð og splittið. |
Author: | arnib [ Wed 14. Jul 2004 11:27 ] |
Post subject: | |
Jss wrote: Þetta lítur svona út:
Það er yfirleitt skipt um hluti 11-20 (stöngin þar á meðal) þetta eru hlutirnir inní ca. 6000 kr. "pakkanum". ![]() Stöngin líka inni í "6000 kr. pakkanum"? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |