bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Útleiðsla https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=67778 |
Page 1 of 1 |
Author: | Misdo [ Sat 22. Nov 2014 07:28 ] |
Post subject: | Útleiðsla |
Hvert er best að fara með bílinn ef einhver útleiðsla er að hrjá hann ? Er að lenda í því að hann er rafmagnslaus eftir að hafa staðið í 10 tíma eða lengur. |
Author: | slapi [ Sat 22. Nov 2014 09:31 ] |
Post subject: | Re: Útleyðsla |
Væri alltaf best að fara með hann í Eðalbíla. Hvernig bíl ertu með? Mundu að algengustu ástæður fyrir útleiðslum er búnaður sem er búið að setja í bílinn eftirá |
Author: | Maggi B [ Sat 22. Nov 2014 09:44 ] |
Post subject: | Re: Útleyðsla |
hvernig mælir maður svona útleiðslu, er einmitt í svona vandamáli. |
Author: | slapi [ Sat 22. Nov 2014 10:15 ] |
Post subject: | Re: Útleyðsla |
Þú byrjar á að verða þér útá Ampermælir. Þetta finnurðu í öllum AVO mælum og oftast eru tvær Amper mælandi rásir , önnur er 0.1A og hin er 10A þú velur 10A Þú svissar af bílnum og oftast er best að loka öllum hurðum. Tengir síðan mælirinn eins og á myndinni hérna fyrir neðan því það er mikilvægt að aftengja ekki geymirinn því við það getur útleiðslan horfið. Síðan aftengirðu geymirinn frá boddýmegin og þá fer allur straumur í gegnum mælirinn og getur því lesið af honum. Athugið að bílar þá sérstaklega E39/E38/E46 og nýrra geta tekið tíma til að "sofna", allt að rúman klukkutíma (fer eftir búnaði og þá helst símabúnaði) Því er aflesturinn aldrei réttur fyrr en eftir smá tíma þegar maður er viss um að hann sé sofnaður. Ef að útleiðsla mælist (viðmiðið er 50mA og minna þe 0.05A) þá er hægt að fara að ráðast á öryggi og kippa þeim úr og sjá hvert útleiðslan er að fara best er að byrja á stofnöryggjum og færa sig þannig skipulega út trjágreinina þanga til á sökudólginn er komið. |
Author: | Misdo [ Sat 22. Nov 2014 16:42 ] |
Post subject: | Re: Útleyðsla |
Þetta er að vísu ekki bmw sem ég er með þetta er mk5 gti bíll það er allt orginal í bílnum fyrir utan led perur inní bílnum en hann var farinn að gera þetta áður en þær voru settar í en takk fyrir þessar upplýsingar hér að ofan ætla prófa þetta. |
Author: | Misdo [ Thu 27. Nov 2014 12:02 ] |
Post subject: | Re: Útleiðsla |
Langaði bara að uppfæra þetta en það kom í ljós að rúðuupphalarinn hægrameginn að aftan var að leiða víst svona svakalega út. |
Author: | Maggi B [ Thu 27. Nov 2014 12:52 ] |
Post subject: | Re: Útleiðsla |
Takk fyrir þetta, nú fer ég að finna sökudólginn |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |