bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sjálfskipting í E39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=67642
Page 1 of 1

Author:  Heinze [ Wed 05. Nov 2014 18:28 ]
Post subject:  Sjálfskipting í E39

Langar að kanna hvort einhver ykkar kannist við eftirfarandi vandamál varðandi sjálfskiptingu. Er með E39 530i 2001 árgerð. Þetta vandamál virðist vera tengt bakkgírnum, allir aðrir gírar virka eðlilega. Málið er að þegar sett er í bakk þá rúllar hann sjálfur rólega af stað, en ef maður vill auka hraðann með því að stíga á bensíngjöfina þá gerist ekki neitt nema að það er eins og hann sé að erfiða. Sem dæmi þá fór hann á dekkjaverkstæði í dag og þegar ég gaf inn til að bakka af lyftunni þá hafði hann það ekki tilbaka af því að það var smá mótstaða, en ekki slétt undirlag. Einhverjar hugmyndir?

Author:  petur-26- [ Wed 05. Nov 2014 23:15 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting í E39

sennilega bandið í bakk.... þarft að láta taka hana upp ;)

Author:  Angelic0- [ Thu 06. Nov 2014 01:05 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting í E39

ég á nýupptekna skiptingu... ;)

Author:  Heinze [ Thu 06. Nov 2014 09:05 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting í E39

Ef þetta fer út í það að það þurfi að taka skiptinguna upp, er það þá ekki einhver mega kostnaður?

Author:  srr [ Thu 06. Nov 2014 09:49 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting í E39

Heinze wrote:
Ef þetta fer út í það að það þurfi að taka skiptinguna upp, er það þá ekki einhver mega kostnaður?

300-400 þúsund kr hef ég heyrt.

Author:  Angelic0- [ Thu 06. Nov 2014 10:30 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting í E39

Angelic0- wrote:
ég á nýupptekna skiptingu... ;)


Ég á 5HP19 sem að var tekin upp fyrir 22.000km.... :!:

Kemur úr bíl framleiddum 04/2002

Author:  slapi [ Sun 09. Nov 2014 17:54 ]
Post subject:  Re: Sjálfskipting í E39

petur-26- wrote:
sennilega bandið í bakk.... þarft að láta taka hana upp ;)

Image

Væri frábært ef þú myndir benda okkur á þetta band sem þú ert að tala um.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/