bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

stöðugt pííp í e32 730
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=67412
Page 1 of 1

Author:  Eðalstjarna [ Sat 04. Oct 2014 14:43 ]
Post subject:  stöðugt pííp í e32 730

Sælir um leið og rafgeymirinn hefur verið tengdur þá kemur þetta stöðuga beep hljóð úr svokölluðu gong-i. Og amber ljósarönd kviknar í mælaborðinu þó að lykillinn hafi ekki einu sinni verið settur í svissinn. Það eru til pappírar um það að bíllinn hafi farið tvisvar í viðgerð (hjá b&l minnir mig) þar sem laga átti útleiðslu. Ég fór eitthvað að skoða þetta í gær og tók mælaborðið úr (sá að það vantaði skrúfu til að festa það og langaði að kíkja á þetta.) Ég byrjaði á að aftenga eitt og eitt tengi fyrir sig aftan á mælaborðinu og þegar ég aftengdi eitt tengið þá hætti hann að pípa(sjá tengið á eftirfarandi mynd). Veit eitthver hér hvað getur verið að valda þessu? Hef samt ekki athugað sjálfur hvort bíllinn sé enn að leiða út rafmagni en mun koma til með að kíkja á það.Image Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/