bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW e34 540i sjálfskipting
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=67398
Page 1 of 1

Author:  Edvalds26 [ Thu 02. Oct 2014 13:51 ]
Post subject:  BMW e34 540i sjálfskipting

Er með beinskiptan e34 518i og á M60B40 sem mig langar að swappa ofaní hann og ég á sjálfskiptinguna líka og hyggst hafa hana í bílnum, en ég veit ekki hvernig það er með kickdown switch-inn sem er undir bensíngjöfinni, þarf ég að koma honum fyrir og þræða víra í gegnum bílinn eða skiptir hann ekki öllu máli? Það væri fínt að fá svör sem geta leiðbeint manni aðeins í þessu rafdóti.

Fyrirfram þakkir.

Author:  Páll Ágúst [ Thu 02. Oct 2014 13:56 ]
Post subject:  Re: BMW e34 540i sjálfskipting

Afhverju viltu hafa bílinn sjálfskiptan ef hann er núþegar beinskiptur?

Author:  Edvalds26 [ Thu 02. Oct 2014 13:59 ]
Post subject:  Re: BMW e34 540i sjálfskipting

Páll Ágúst wrote:
Afhverju viltu hafa bílinn sjálfskiptan ef hann er núþegar beinskiptur?

Hann er beinskiptur 518i

Author:  Páll Ágúst [ Thu 02. Oct 2014 14:01 ]
Post subject:  Re: BMW e34 540i sjálfskipting

Já, þá græjaru bara kassa aftan á m60 vélina og setur í bílinn, gerir bílinn ekkert sjálfskiptan

Author:  Edvalds26 [ Thu 02. Oct 2014 14:07 ]
Post subject:  Re: BMW e34 540i sjálfskipting

Páll Ágúst wrote:
Já, þá græjaru bara kassa aftan á m60 vélina og setur í bílinn, gerir bílinn ekkert sjálfskiptan

Beinskipting kostar feitt. bara swinghjólið er rúmlega 100.þús, kúpplings sett er rúmlega 100.þús, kassi kostar í kringum 200.þús, og svo einhverjir aukahlutir. Áætlaður kostanaður við að hafa hann beinskiptan er 450-500.þús aukalega.

Author:  Alpina [ Thu 02. Oct 2014 15:29 ]
Post subject:  Re: BMW e34 540i sjálfskipting

Án þess að kasta rýrð á eitt eð NEITT,, en er ekki gáfulegra að kaupa bara 540....

ertu viss um að kostnaðurinn rjúki ekki upp,, og geturðu græjað sem mest sjálfur ?

Author:  Edvalds26 [ Thu 02. Oct 2014 16:27 ]
Post subject:  Re: BMW e34 540i sjálfskipting

Alpina wrote:
Án þess að kasta rýrð á eitt eð NEITT,, en er ekki gáfulegra að kaupa bara 540....

ertu viss um að kostnaðurinn rjúki ekki upp,, og geturðu græjað sem mest sjálfur ?

Mig langar til að selja þetta allt saman og kaupa einhvern almennilegan bíl, en það virðist ekki vera mikill áhugi á pakkanum.
Ég get græjað flest allt sjálfur í þessu swappi.

Author:  Danni [ Fri 03. Oct 2014 03:36 ]
Post subject:  Re: BMW e34 540i sjálfskipting

Það er alveg hellings vesen að breyta bsk bíl í ssk. Töluvert meira en að breyta ssk í bsk.

Þú þarft allt rafkerfið innaní bílnum úr ssk bíl til að getað tengt gírskiptirinn og kickdown pedalinn, til þess að bíllinn sendi boð í mælaborðið og segir í hvaða gír skiptingin er og allt það. Þetta þarf allt saman að virka saman til að sjálfskiptingin virki.

Að breyta 518i bsk í 540i ssk er alveg svakalegt verkefni. Þegar upp er staðið verður þetta aldrei neins virði nema kannski bara fyrir þig, og ef það er nóg fyrir þig þá bara go for it. En gerðu ráð fyrir miklu meira veseni en þú ert að gera ráð fyrir núna, og tvöfalldu það síðan. Þetta er nánast ógerlegt án þess að hreinlega hafa annan tjónaðan 540 við hliðiná til að taka allt saman úr.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/