bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Harðar felgur ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6735
Page 1 of 1

Author:  hjortur [ Fri 09. Jul 2004 13:44 ]
Post subject:  Harðar felgur ?

Sælir

Hvernig er það, undir bílum í dag eru farnar að vera álfelgur í stærri kantinum. Eru menn ekkert að lenda í því að þær bogni hjá þeim ?

Þá á ég við að þær bogni í "eðlilegum" akstri, ekki við óhöpp eða þjösnaskap.

Í dag á ég jeppa og flestir sem ég þekki sem eru með stór dekk eru á stálfelgum því að álfelgur vilja skekkjast og bogna.

Á jeppunum finnur maður yfirleitt ekki stærra en 17". En á fólksbílum eru mun stærri og fíngerðari felgur.

Hvað segið þið um þetta ? einhverjar reynslusögur af þessu ?

--
Hjörtur

Author:  Benzari [ Fri 09. Jul 2004 21:03 ]
Post subject: 

Ekkert komið fyrir hjá mér ennþá eftir ca. 2000.km.

Er með 18" og meir að segja of lágan prófil af dekkjum :oops:

Author:  saemi [ Sat 10. Jul 2004 00:32 ]
Post subject: 

Ég ætla nú að minnka við mig og fara aftur í 16".....

Betra ride og handling að mínu mati !

Author:  force` [ Sat 10. Jul 2004 13:06 ]
Post subject: 

ég er á 17" og kannast ekkert við þetta,
ég held að mínar felgur séu mjög sterkar,
og ég hef bara aldrei heyrt um að felgur bogni/skekkist í venjulegum
akstri bara...

Author:  Svezel [ Sat 10. Jul 2004 13:11 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Ég ætla nú að minnka við mig og fara aftur í 16".....

Betra ride og handling að mínu mati !


Betra ride já en betra handling NEI. Stýrið verður svo mikið skemmtilegra á stærri felgum og svörunin svo instant (a.m.k. fyrir mitt leiti) auk þess sem útlitið er skemmtilegra.

Þetta er a.m.k. mín skoðun á hlutunum

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/