bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

\\\\\\ E36 Vaslás vandamál///////
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=66918
Page 1 of 1

Author:  Dóri32 [ Tue 05. Aug 2014 14:31 ]
Post subject:  \\\\\\ E36 Vaslás vandamál///////

Staðan er þannig í dag að ég skifti um vatnslás í e36 hjá mér og fanst allt eðlilegt við það.
En svo tekur kvikindið á því að æla altaf vatninu af sér og aðsjálfsögðu fer að sjóða á honum.

Ég var reyndar ekki með sterka blöndu á honum setti bara 1 lítra af frostlög útí.
getur verið að það sé vandamalið ?.

Ég er alveg hættur að botna upp né niður í þessu því ég hélt að þetta gæti ekki verið flókin fræði á bakvið það að skifta út vatnslási.

Gétur eitthver gískað á hvað vandamálið er.?

Author:  Hjalti123 [ Tue 05. Aug 2014 15:05 ]
Post subject:  Re: \\\\\\ E36 Vaslás vandamál///////

Dóri32 wrote:
Staðan er þannig í dag að ég skifti um vatnslás í e36 hjá mér og fanst allt eðlilegt við það.
En svo tekur kvikindið á því að æla altaf vatninu af sér og aðsjálfsögðu fer að sjóða á honum.

Ég var reyndar ekki með sterka blöndu á honum setti bara 1 lítra af frostlög útí.
getur verið að það sé vandamalið ?.

Ég er alveg hættur að botna upp né niður í þessu því ég hélt að þetta gæti ekki verið flókin fræði á bakvið það að skifta út vatnslási.

Gétur eitthver gískað á hvað vandamálið er.?

Vatnslásahúsið lélegt?

Author:  GunniT [ Tue 05. Aug 2014 19:48 ]
Post subject:  Re: \\\\\\ E36 Vaslás vandamál///////

búin að lofttæma?

Author:  Navigator [ Tue 05. Aug 2014 22:24 ]
Post subject:  Re: \\\\\\ E36 Vatnslás vandamál///////

ef lásinn er réttur og snýr rétt er loft á kerfinu.

það hefur ekkert með kæligetuna að gera hvort sé 100% vatn eða 100% frostlögur á kerfinu en þú ættir samt að setja 50/50 (oftast ráðlagt) því það hefur mikið meira með bæði frostþol og tæringarvörn (pH-sýrustig) að gera en kæligetu sem slíka.

það eru svona milljón þræðir um afloftun á BMW á netinu svo ég leyfi þér bara að gúgla :)


reyndar eitt smáatriði sem mér finnst fara lítið fyrir en það er vatnskassalokið en á flestum "betri" kerfum er einhver yfirþrýstingur (til að halda suðumarki kælivökvans háu, yfir 100°C) og ef bara pakkningin með lokinu lekur heldur lokið ekki lengur tilætluðum þrýstingi (ca 1,1 - 2bar) og þá nær vökvinn að sjóða, loftbólurnar leiða varma mjög takmarkað og hitaskemmdir verða oftast í heddi (efsta stað þar sem loftbólurnar myndast/festast).

Author:  Alpina [ Tue 05. Aug 2014 22:30 ]
Post subject:  Re: \\\\\\ E36 Vaslás vandamál///////

Er möguleiki að vatnslásinn snúi öfugt ??

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/