bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Strut brace: Ál vs. stál
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=66889
Page 1 of 1

Author:  ömmudriver [ Thu 31. Jul 2014 21:27 ]
Post subject:  Strut brace: Ál vs. stál

Hverjir eru kostir og gallar strut brace úr áli vs. stáli?

Þyngdin er augljósi munurinn ál> 1,2kg. og stál> 2,3kg. Er ekki meiri stífleiki í stál útgáfunni, hvort myndu menn kaupa?



Mbk,
Arnar Már.

Author:  SteiniDJ [ Thu 31. Jul 2014 23:19 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

Kannski hjálpar þetta eitthvað.

Author:  ömmudriver [ Thu 31. Jul 2014 23:36 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

Takk, fattaði ekki að Googla draslið en ég tek stálið fram yfir álið :thup:

Author:  SteiniDJ [ Fri 01. Aug 2014 08:49 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

Allt til á gúgglinu. :mrgreen:

Author:  Angelic0- [ Fri 01. Aug 2014 08:52 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

Ég er með Eibach ál Strut-Bar... og Cabrio X-Brace... þetta combo með veltibúrinu gerir alveg steikt feel í akstri...

Author:  ömmudriver [ Fri 01. Aug 2014 20:33 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

Angelic0- wrote:
Ég er með Eibach ál Strut-Bar... og Cabrio X-Brace... þetta combo með veltibúrinu gerir alveg steikt feel í akstri...



Ég hélt að ég væri búinn að ákveða mig en ég er klárlega ekki búinn að því, langar líka bara í álið vegna þess að það lúkkar vel :oops:

Author:  BirkirB [ Fri 01. Aug 2014 21:42 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

Skiptir þetta einhverju máli...finnur lítinn sem engan mun á þessu.

Author:  ömmudriver [ Sat 02. Aug 2014 19:07 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

BirkirB wrote:
Skiptir þetta einhverju máli...finnur lítinn sem engan mun á þessu.



Ég er allaveganna búinn að panta strutbrace úr stáli og þakka innleggin strákar :)

Author:  Angelic0- [ Sun 03. Aug 2014 00:58 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

BirkirB wrote:
Skiptir þetta einhverju máli...finnur lítinn sem engan mun á þessu.


Ef að þú finnur engan mun, þá ertu ekki með raunverulegt feel fyrir bílnum þínum... ég fann hellings mun á PO700... geri ekki ráð fyrir að finna eins mikinn mun á Compact þar sem að hann er búraður...

Author:  gstuning [ Sun 03. Aug 2014 09:08 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

Hann er væntanlega að meina muninn á milli áls og stáls.

Ál er "betra" uppá þyngd að gera fyrir X styrk. Enn stál auðvitað auðveldar að smíða.

Author:  Navigator [ Sun 03. Aug 2014 10:35 ]
Post subject:  Re: Strut brace: Ál vs. stál

"hóst hóst"

að mínu viti er mun auðveldara að smíða úr áli en stáli, bræðslumarkið lægra, deigara við skurð, fræs og rennsli, léttara og tærist ekki mv stál.

ef eitthvað er betra við stálið er að það eru fleiri sem kunna (og hafa vélar) að sjóða og vinna það en ál.


við vorum með verkefni í Vélskólanum um hönnun og smíði á driflæsingum og þegar hönnun og frumsmíði var lokið fengum við tilboð í smíðina, kostnaður við álið var talsvert lægri (ca 30%) en stáli vegna þess hversu vinnuþátturinn var ódýrari (fljótlegra) og álið ódýrara.

annars er ég amatör í smíðum en vann verkefnið með strák sem er bæði vélvirki og rennismiður já og núna vélfræðingur líka, og lærði helling af honum (Helgi Sævar).

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/