Ég var að skipta um innréttingu í bílnum mínum. Þegar ég var búinn að því þá kviknaði ekki á bílnum!
Það voru nokkrir vírabunkar sem þurfti að taka úr sambandi til að ná stóru láréttu hillunni fyrir neðan framrúðuna úr og ég geri ráð fyrir að eitthvað hafi farið í rugl í sambandi við þá. Er samt alveg viss um að hafa tengt þá rétt í eftir hilluskiptin.
Þegar maður reynir að starta hegðar bíllinn sér eins og hann sé rafmagnslaus. Útvarpið virkar, ljósin virka, flautan virkar en miðstöðin virkar ekki.
Getur þetta verið öryggið?
Góð ráð þegin.
|