bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Restraint System Fault e60
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=66805
Page 1 of 1

Author:  antongunnars [ Sun 20. Jul 2014 18:10 ]
Post subject:  Restraint System Fault e60

sælir, það kemur alltaf uppá á skjáinn hjá mér restraint system fault þegar ég kveiki á honum og airbag ljós í mælaborðið, ég lét lesa hann í eðalbílum og bjarki segir að þetta sé líklegast skynjarinn í farþegasætinu, þetta er víst mjög algengt í e60 hef ég heyrt. En það kostar náttúrulega 100 þús kall eða meira að láta laga þetta með nýjum skynjara og tilheyrandi.

Þannig ég fór að google þetta og skoða þetta á netinu, og það er víst til eitthvað stykki sem heitir airbag bypass seat sensor eitthvað, sem tengist við skynjarann og vandamálið er úr sögunni.

Eru einhverjir hérna sem hafa lent í þessu, eða einhverjir sem geta sagt mér hvort það sé óhætt að kaupa svona stykki og tengja það við.

Hérna linkur á eitt svona:

http://www.ebay.com/itm/BMW-Airbag-Bypa ... 60&vxp=mtr

Author:  rockstone [ Sun 20. Jul 2014 18:23 ]
Post subject:  Re: Restraint System Fault e60

náttúrulega bara skítmix að setja viðnám á tengið í stað þess að gera við þetta, vandamálið fer ekki, bara ljósið í mælaborðinu. Þetta er motta í sætinu sem segir til hvort einhver situr í sætinum eða ekki, uppá hvort loftpúðinn þeim megin eigi að springa út eða ekki.

Author:  Eggert [ Sun 20. Jul 2014 23:41 ]
Post subject:  Re: Restraint System Fault e60

Ekkert að því að kaupa svona stykki, eins lengi og viðnámið segi að það sé farþegi í sætinu öllum stundum og því loftpúðinn virkur. Sé ekki skaðann af því að ef bíllinn lenti í hörðum árekstri að þá myndu báðir púðar springa þó svo það væri bara einn að keyra. Bíllinn er allavega ekkert minna öruggur þó svo þetta sé gert.

Author:  antongunnars [ Mon 21. Jul 2014 17:26 ]
Post subject:  Re: Restraint System Fault e60

Já ég held að það sé rétt sem þú segir eggert, hann á alltaf að springa út hvort sem það er farþegi eða ekki ef maður setur þetta stykki, þá er það bara aðeins meiri viðgerðarkostnaður ef eitthvað gerist

Author:  slapi [ Mon 21. Jul 2014 22:44 ]
Post subject:  Re: Restraint System Fault e60

Síðast þegar ég vissi þá sögðu þessi box tölvunni að enginn sæti í sætinu ( annars voru menn með beltapípið stöðugt þvi bíllinn heldur að einhver situr í sætinu)
Ég held að menn þurfi bara að sætta sig við viðhaldið og gera við þetta EINS OG BEST ER Á KOSIÐ, þetta skítamix er langt frá því að vera eitthvað í lagi því þú veist ekkert hvað þú ert með í höndunum.
Trúðu mér , þetta getur alveg virkað en ætlarðu að treysta á að púðinn springur út ef þú ert með konuna í farþegasætinu og hafa það á samviskunni ef hann gerir það ekki?

Author:  slapi [ Mon 21. Jul 2014 22:46 ]
Post subject:  Re: Restraint System Fault e60

Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/