bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Getur einhver lesið af bílnum mínum?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=66455
Page 1 of 1

Author:  Hreiðar [ Wed 11. Jun 2014 11:11 ]
Post subject:  Getur einhver lesið af bílnum mínum?

Bíllinn minn vill ekki fara í gang, EML ljósið logaði í gær, bíllinn gekk vel þrátt fyrir það en þegar ég slökkti á honum og ætlaði að setja hann í gang aftur þá vildi hann það ekki. Bíllinn stendur núna og ég nenni varla að draga hann á verkstæði þegar þetta er eitthvað sem maður gæti reddað á staðnum. Bíllinn er staðsettur í Kópavogi.

Einhver sem getur reddað mér? Endilega sendið mér einkapóst. Best sem fyrst.

Kveðja

Author:  bjarkibje [ Wed 11. Jun 2014 14:03 ]
Post subject:  Re: Getur einhver lesið af bílnum mínum?

ég lenti í þessu EML ljósi á e46 mínum um daginn, tók mér smá tíma í að googla og lesa á netinu um þetta.
tók vélarplastið ofan af vélinni (hægra þegar horft er framan á bílinn) og þar var slanga sem var gat á og hún fallin saman.

Athugaðu það, tekur 10 mín...gætir reddað þér strax með því bara að skipta um slöngubútinn og þá gætiru keyrt á verkstæði eða eitthvað til að fá orginal slöngu.

Author:  Hreiðar [ Wed 11. Jun 2014 14:45 ]
Post subject:  Re: Getur einhver lesið af bílnum mínum?

Takk fyrir ábendinguna, ég tékka á þessu :)

Author:  bjarkibje [ Wed 11. Jun 2014 14:58 ]
Post subject:  Re: Getur einhver lesið af bílnum mínum?

svo er það IGR ventillinn(minnir mig) sem var næst algengastur...að hann væri fastur opinn/lokaður eitthvað þannig.

er ekki nægilega fróður í svona ventlamálum og skynjurum en þetta var víst algengt líka, þyrfti að þrífa hann eða skipta um :)

tékk it out

Author:  Hreiðar [ Wed 11. Jun 2014 15:13 ]
Post subject:  Re: Getur einhver lesið af bílnum mínum?

Geri það :) Ég var að skipta um knastásskynjara, efast um að þetta sé hann, veit að bíllinn prumpar svoldið í 1 sec í byrjun þegar ég hef verið að starta honum, gæti mögulega verið pústskynjari. Ég kann annars voða lítið líka í svona véla- og skynjaramálum :D

Author:  bjarkibje [ Fri 13. Jun 2014 10:21 ]
Post subject:  Re: Getur einhver lesið af bílnum mínum?

haha já endilega láttu vita hvernig þetta gengur ef aðrir lenda í svipuðu veseni :) því þetta er víst algengt í e46 þetta EML shit

Author:  Eggert [ Fri 13. Jun 2014 10:41 ]
Post subject:  Re: Getur einhver lesið af bílnum mínum?

Og oft er um að kenna TPS sensor... en í Hreiðars tilfelli er þetta líklegast knastásskynjari sem er að stríða honum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/