bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hleðsluvandamál / M20B25 E30 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=66452 |
Page 1 of 1 |
Author: | magnusbjarki [ Wed 11. Jun 2014 08:45 ] |
Post subject: | Hleðsluvandamál / M20B25 E30 |
Er að lenda í bölvuðu basli með bílinn minn svona korter í bíladaga! Þannig er það að bíllinn heldur ekki hleðslu. Það virkar að gefa honum start og einnig að ýta honum í gang, og þá virkar hann vel. Ef það líða síðan nokkrir tímar á milli þá tapar hann allri hleðslu og neitar að fara í gang. Ég er búin að prófa að skipta um alternator en það virðist ekki hafa breytt neinu. Hleðsluljósið kemur og fer þegar að bíllinn er í gangi, og hraðamælir og eyðslumælir detta einnig út á köflum, en kicka svo aftur inn. Framljós og útvarp eiga til að detta út líka. Geymirinn er umþabil eins og hálfsárs gamall. Þetta vesen byrjaði þegar gleymdist að slökkva á ljósunum yfir heila nótt, og loguðu því stöðuljósin nokkuð lengi. Öll svör vel þegin! -Magnús |
Author: | Hjalti123 [ Wed 11. Jun 2014 09:30 ] |
Post subject: | Re: Hleðsluvandamál / M20B25 E30 |
Alveg pottþétt rafgeymirinn, prufaðu að mæla hann, eða fá annan í láni og prufa ![]() |
Author: | Eggert [ Wed 11. Jun 2014 09:42 ] |
Post subject: | Re: Hleðsluvandamál / M20B25 E30 |
Á nýhlaðinn og fínan 77 amperstunda geymi fyrir þig fyrir lítið! |
Author: | magnusbjarki [ Wed 11. Jun 2014 13:50 ] |
Post subject: | Re: Hleðsluvandamál / M20B25 E30 |
Hjalti123 wrote: Alveg pottþétt rafgeymirinn, prufaðu að mæla hann, eða fá annan í láni og prufa ![]() Já ætla að prófa að henda öðrum í núna seinnipartinn! En er það ekki frekar óeðlilegt að 1 og hálfs árs geymir skuli vera ónýtur? Bíllinn var reyndar í skítkaldri geymslu í vetur og þurfti að draga hann rúma tvo kílómetra til þess að koma honum í gang eftir vistina. Var líka duglegur að gleyma ljósunum á þegar að ég var nýbúin að kaupa bílinn. ![]() Gæti alveg verið að þetta síðasta skipti hafi endanlega gert útaf við hann .. |
Author: | Eggert [ Wed 11. Jun 2014 13:55 ] |
Post subject: | Re: Hleðsluvandamál / M20B25 E30 |
Hljómar þannig... þessir geymar þola mismikið og verða alltaf slappari eftir að verða rafmagnslausir. Þannig að aldur á rafgeymi segir ansi lítið. |
Author: | magnusbjarki [ Thu 12. Jun 2014 11:49 ] |
Post subject: | Re: Hleðsluvandamál / M20B25 E30 |
Setti annan geymi í bílinn í gær, og hann virtist skána. Hleðsluljósið kom ekki og allt virtist virka. Prófaði svo að starta bílnum kl hálf 8 í morgun, og hann fór í gang. Fór síðan aftur í gang um hálf 12 leitið, en á leiðinni heim þá datt útvarpið út og hleðsluljósið kom aftur. Prófaði að drepa á bílnum hérna heima og reyna að starta honum aftur, en það virkaði ekki.. Gæti verið eitthversskonar sambandsleysi frá alternator yfir í geymirinn eða hvað? ![]() |
Author: | Navigator [ Fri 13. Jun 2014 21:43 ] |
Post subject: | Re: Hleðsluvandamál / M20B25 E30 |
giska á lélegt jarðsamband eða geymasambönd. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |