bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vandræði með lestur á e39
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=66419
Page 1 of 1

Author:  plankinn [ Fri 06. Jun 2014 12:47 ]
Post subject:  Vandræði með lestur á e39

Bý út á landi og local verkstæðið getur ekki lesið villu sem er á loftpúðanum (SRS) og eytt henni . Grunar að villan hafi komið þegar var verið að sprauta fyrir mig . Það kemur nefnilega villa ef svissað er bílinn og púðinn er ekki í sambandi .
En það sem ég var að spá hvort einhver gæti mælt með tölvu , eða búnaði fyrir pc til að ég geti lesið bílinn sjálfur . Er viss um að einhver hefur keypt svona ..

Kv Trausti ..

Author:  Eggert [ Fri 06. Jun 2014 13:16 ]
Post subject:  Re: Vandræði með lestur á e39

http://www.bcables.com/ (líka hægt að versla frá þeim gegnum eBay)

Ég er búinn að versla 3 eða 4 mismunandi kapla og vesenið hefur verið margslungið, en þessi kapall er sá rétti og hefur virkað frábærlega fyrir mig á Win7. Verandi með eldri E39 bíl ættir þú að versla þér 21pinna millistykkið með, svo bara fara lesa sig til um INPA :)

Author:  plankinn [ Tue 10. Jun 2014 18:14 ]
Post subject:  Re: Vandræði með lestur á e39

Sæll Eggert . Þakka þér fyrir þessa ábendingu . Búinn að panta og finnst þetta hræbillegt . Hlakka til að losna við hlev bilunarljósið !

Author:  Eggert [ Wed 11. Jun 2014 08:29 ]
Post subject:  Re: Vandræði með lestur á e39

:thup:

Author:  Budapestboy [ Wed 18. Jun 2014 17:03 ]
Post subject:  Re: Vandræði með lestur á e39

Ertu búin að ýta plöggunun undir sætunum framí betur saman?

Author:  plankinn [ Thu 26. Jun 2014 19:20 ]
Post subject:  Re: Vandræði með lestur á e39

Nei reyndar ekki. Þótt villan komi þaðan , þarf ég ekki samt sem áður tölvu til að eyða villunni ?

Author:  Helgason [ Fri 27. Jun 2014 03:30 ]
Post subject:  Re: Vandræði með lestur á e39

Þarft að eyða villunni með tölvu, ef hún kemur aftur, þá er airbag búnaðurinn ennþá bilaður.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/