bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Geislaspilari í e39 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6636 |
Page 1 of 1 |
Author: | ValliP [ Wed 30. Jun 2004 15:59 ] |
Post subject: | Geislaspilari í e39 |
Jæja ég er búinn að selja þristinn og kominn á 520i 96. Hvernig er það, er ekki hægt að skipta um útvarp í bílnum þ.e. þannig að það líti vel út. Ég er sennilega með einföldustu gerð af orginal útvarpi í bílnum (með segulbandi) og mig langar í geislaspilara. Eru menn með einhverja lausn á þessu ? |
Author: | Nökkvi [ Thu 01. Jul 2004 08:07 ] |
Post subject: | |
Það á að vera til einhverskonar bracket sem þú setur í staðin fyrir útvarpsunitið sem kemur orginal í E39. Í þetta bracket passar svo venjuleg stærð af útvörpum. Hvort þetta kemur vel út veit ég ekki, hef ekki séð þetta í eigin persónu. Veit ekki alveg hvar er hægt að fá þetta, sennilega hjá umboðinu og kannski frá græjuframleiðendunum sjálfum. |
Author: | Austmannn [ Thu 01. Jul 2004 09:13 ] |
Post subject: | |
strákarnir hjá Aukaraf eru með allskonar bracket. Þeir eru fluttir í dalbrekkuna í kóp ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 01. Jul 2004 10:50 ] |
Post subject: | |
Ég fékk mér Alpine CD-Changer frá Nesradio í minn E39 520ia því ég vildi alls ekki fórna BMWtækinu hvað útlitið varðaði en var samt ekki alveg að fara að kyngja BMW CD verði. Changerinn var svo tengdur inn á loftnetið og svo setti maður stöðina bara í minni í útvarpinu. Virkaði bara mjög vel að mínu mati og var ekki dýrt (<40k) |
Author: | ValliP [ Thu 01. Jul 2004 12:37 ] |
Post subject: | |
Jamm, Ég er búinn að vera að skoða svona plötur til að setja í staðinn fyrir útvarpið en mér finnst það bara ekki nógu flott. Það er sennilega best að ræða við þá hjá Nesradio. Svezel hvernig var hljómurinn í græjunum. Ég hef verið að heyra tröllasögur um að svona búnaður sé ekki góður ? |
Author: | Svezel [ Thu 01. Jul 2004 15:32 ] |
Post subject: | |
Í raun það eina sem fór í taugarnar á mér var þegar maður setti bílinn í gang þá kviknar fyrr á útvarpinu en changernum svo það kom dálítið suð í svona 2-3sek. Annars þótti mér þetta bara fínt en ég skal alveg viðurkenna það að ég var ekkert að blasta allt í botni. Ég mæli alveg með þessu |
Author: | bjahja [ Thu 01. Jul 2004 21:02 ] |
Post subject: | |
Það eina sem er að þessu systemi er að þetta er auðsjáanlega bara með útvarpsgæðum. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |