bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Sjálfskipting í 730 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6635 |
Page 1 of 1 |
Author: | Prawler [ Wed 30. Jun 2004 14:09 ] |
Post subject: | Sjálfskipting í 730 |
Hefur einhver hérna skipt um síu sjálfur í skiptingunni og getur sagt mér hvort þetta sé mikið mál? Hvernig lýsir það sér ef að sían er farin að stíflast? |
Author: | Prawler [ Thu 01. Jul 2004 12:01 ] |
Post subject: | |
Er virkilega ekki neinn hérna sem hefur gert þetta sjálfur??? |
Author: | force` [ Thu 01. Jul 2004 13:08 ] |
Post subject: | |
ég hef aldrei gert þetta sjálf, er á 750 samt sem áður, hef heyrt að það sé ekkert rosalegt mál að skipta um síuna, samt ekkert "lítið" mál, mér var sagt að ef að sían er stífluð að þá gæti hann farið að haga sér eins og hann sé að snuða á gírum, eða jafnvel bara misst contact. En ef það er að gerast þá getur jafnvel eitthvað meira verið í gangi en bara það, so be aware ![]() |
Author: | Bjarki [ Thu 01. Jul 2004 13:27 ] |
Post subject: | |
http://www.thee32register.co.uk Notaðu leitina þarna og þú finnur fullt af upplýsingum og leiðbeiningum, þetta er ekki erfið aðgerð. Ég á til síuna og pakkninguna ef þig vantar, sel hana á 50% m.v. B&L þ.e. þýskalandsverði. (allt orginal bmw) |
Author: | Prawler [ Thu 01. Jul 2004 14:17 ] |
Post subject: | |
takk fyrir Bjarki og SheDevil Flott síða sem þú bentir mér á Bjarki Og já mig vantar síuna og pakkninguna, sendu mér EP og gefðu mér númerið hjá þér |
Author: | Prawler [ Mon 05. Jul 2004 13:33 ] |
Post subject: | |
Jæja búinn að skipta, þetta var ekki mikið mál, tók c.a 1 klst. með öllu. Það breyttist ekkert enda var ekkert að, nema að mér fannst vökvinn vera orðinn heldur illa lyktandi og ljótur á litinn. Mæli með að menn geri þetta reglulega t.d á 30. þ km fresti. |
Author: | force` [ Mon 05. Jul 2004 23:26 ] |
Post subject: | |
ef vökvinn er ljótur á litinn og ílla lyktandi þá er nú líklega eitthvað að, ef það er svona einhverskonar brunalykt af honum, þá er líklega einhver kúpling inní skiptingunni að fara... Heggur hann rosalega þegar hann skiptir ? |
Author: | Austmannn [ Tue 06. Jul 2004 09:02 ] |
Post subject: | |
*úff hefðir betur sleft þessu maður, nú dæmir hún kerruna ónýta ![]() |
Author: | Prawler [ Tue 06. Jul 2004 12:42 ] |
Post subject: | |
Nei ég vona að hún geri það ekki ![]() Það var ekkert að skiptingunni fyrir. Ég skoðaði bara vökvann á sjálfskiptingunni og fannst ég þurfa að skipta um hann og las mér til einhversstaðar á einhverri síðunni um að það væri gott að skipta um síu og vökva reglulega, þannig að ég var meira að þessu til að hafa allann varan á því mig grunaði réttilega að það hefði ekki verið skipt um þetta lengi. Bíllinn er ljúfur á milli gíra og heggur ekki neitt, slúðrar ekkert og allt í góðu. |
Author: | force` [ Tue 06. Jul 2004 12:44 ] |
Post subject: | |
það er gott, fékk svona vægt fyrir brjóstið þegar þú fórst að tala um ílla lyktandi olíu og ljótann lit ![]() en það er nú gott að það er ekkert að ![]() |
Author: | íbbi_ [ Thu 08. Jul 2004 15:36 ] |
Post subject: | |
ætli olian se ekki bara orðin eld eld gömul, folk virðist aldrei skipta um sjalfskipti oliur herna og þegar maður tekur uppa þvi er oftast eins og maður se að tappa af steiktri skiptingu, |
Author: | Þórir [ Thu 08. Jul 2004 15:41 ] |
Post subject: | Olía |
Síðast þegar ég vissi var bara vond lykt af ATF vökva, hvort sem hann er nýr eða gamall. ![]() |
Author: | O.Johnson [ Thu 08. Jul 2004 17:14 ] |
Post subject: | |
Það er vond lykt af nýjum ATF vökva Það er vond lykt + brunalykt af ónýtum ATF vökva ATF vökvi er rauður þagar hann er nýr ATF vökvi er rauðsvartur þegar hann er ónýtur |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |