bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

750 + afturhátalarar = ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=6614
Page 1 of 2

Author:  Austmannn [ Tue 29. Jun 2004 13:21 ]
Post subject:  750 + afturhátalarar = ?

Hvering er hillan í þessum bílum, er bensíntankurinn fyrir aftan aftursætið eða undir bílnum. Má skera í hilluna á bílnum til að koma 7x10 hátölurum í hann. Úr hverju er hillann, er þetta eins og í bens, alger martröð að koma græjum aftan í bílinn??? :P Magnarar og snúrur og svoleiss, hvernig er best að gera þetta??

Og Force svarar eftir 3....2....1.....*

Author:  Schulii [ Tue 29. Jun 2004 16:58 ]
Post subject: 

ég held að það sé óhætt að segja að það sé mjög erfitt að fokkast í þessu þarna afturí í E32. Þetta er allt svo lokað í þessum bílum. Ég reyndi ekki einu sinni að breyta neinu í mínum, virtist vera MJÖG ERFITT að komast að þessu öllu!!

Author:  Austmannn [ Tue 29. Jun 2004 17:00 ]
Post subject: 

andskotinn, mig grunaði það............

jæja, það dugar þá ekkert nema Rambó 6000 söginn hans pabba á þetta. :twisted:

Author:  Kristjan [ Tue 29. Jun 2004 19:11 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
ég held að það sé óhætt að segja að það sé mjög erfitt að fokkast í þessu þarna afturí í E32. Þetta er allt svo lokað í þessum bílum. Ég reyndi ekki einu sinni að breyta neinu í mínum, virtist vera MJÖG ERFITT að komast að þessu öllu!!


Það er sama saga í mínum... Ég ætlaði að setja græjurnar sem ég er að selja í bimmann en það er allt lokað og mjög þétt þarna afturí. :x

Author:  Einsii [ Tue 29. Jun 2004 20:03 ]
Post subject: 

ef þið eruð með spilara með crossover og góða keilu þá er lítið mál að ná ágæits sándi með orginal hátulurunum.. þá verðiði bara að skéra sirka 200-300rið af hátulurnum og láta keiluna sjá um það og niðrúr.
kannksi ekki besta lausin en hun virkaði flott í E36 coupe hjá mér :D

Author:  Kull [ Tue 29. Jun 2004 22:26 ]
Post subject: 

Setja bara gott hátalarasett frammí, ég er bara með 5.25" hátalara og tweetera frammí og síðan keilu og magnara í skotti og það er massa sound hjá mér. Ég tók hátalarana úr afturí og ætlaði að setja nýja, hef ekki enn gert það því ég bara sakna þeirra ekkert.

Author:  force` [ Wed 30. Jun 2004 06:34 ]
Post subject:  Re: 750 + afturhátalarar = ?

Austmannn wrote:
Hvering er hillan í þessum bílum, er bensíntankurinn fyrir aftan aftursætið eða undir bílnum. Má skera í hilluna á bílnum til að koma 7x10 hátölurum í hann. Úr hverju er hillann, er þetta eins og í bens, alger martröð að koma græjum aftan í bílinn??? :P Magnarar og snúrur og svoleiss, hvernig er best að gera þetta??

Og Force svarar eftir 3....2....1.....*



Bensíntankurinn er undir bílnum ástin,
óhætt að saga í þetta eins og þér sýnist, erfitt, en hægt,
myndi kanski mæla með því að gera það með engri afturrúðu,
hvernig sem þú ferð að því... ;)
Ég er búin að græja minn bíl, snúrur voru ekkert mikið vandamál,
ég var ótrúlega fljót að því ;) Það er hinsvegar málmur í hillunni
vondu þú veist.. og það getur verið mál... Hið meira..
Sendu mér mail ef þig langar að vita meira, eða þú getur prófað að bjalla
í mig.

Author:  Austmannn [ Wed 30. Jun 2004 08:35 ]
Post subject: 

Takk fyrir þetta.

Það "var" reyndar járn í hillunni í gamla 190E bílnum mínum, en Rambó 6000 (der úber stingsög :twisted: )var ekki lengi að gata það.

Hafði hugsað mér að sleppa öllu keilu rugli, og nota bara 7x10 DLS hátalara aftur í og 3way sett frammí + 4 rása magnara. :clap:

Keilur taka bara pláss og mér þykja þær ekki nægilega praktískar.

Force.....ég bjalla í þig rétt áður en ég byrja á þessu. Væri flott ef ég gæti séð hvar þú þræddir snúrurnar og svoleiss, betra að læra án þess að skemma eitthvað og það myndi spara mér massa tíma líka :lol:

Author:  force` [ Wed 30. Jun 2004 08:46 ]
Post subject: 

bara ekki málið,
er enga stund að sýna þér hvar er best að þræða þetta :)

Author:  Fyllikall [ Wed 30. Jun 2004 09:13 ]
Post subject: 

Það er best í þessu máli að vera með góða hátalara afturí en þeir verða að vera með breitt tíðnissvið til þess að þú fáir einhvern bassa(mundu líka að wöttin segja ekki allt). Það var líka bent á það hér áðan að setja crossover frammí of það er góður pakki til sölu hjá sm á 8000kr( þetta er crossover, tweeterar og hátalar frammí) er með svona hjá mér og þetta virkar mjög vel með góðum hátölurum afturí.

Author:  Austmannn [ Wed 30. Jun 2004 09:23 ]
Post subject: 

Gat wrote:
Það er best í þessu máli að vera með góða hátalara afturí en þeir verða að vera með breitt tíðnissvið til þess að þú fáir einhvern bassa(mundu líka að wöttin segja ekki allt). Það var líka bent á það hér áðan að setja crossover frammí of það er góður pakki til sölu hjá sm á 8000kr( þetta er crossover, tweeterar og hátalar frammí) er með svona hjá mér og þetta virkar mjög vel með góðum hátölurum afturí.


Ég var umboðsmaður fyrir Aukraf á sínum tíma, og ég skal segja ykkur eitt....7x10 DLS hátalarar eru bestu "pure sound" hátalarar í heiminum. Þeir eru með alla tíðnina Ef þeir eru með svona 125 rms inná sig þá þarftu ekki keilu, nema ef maður er með ljóst hár og takmarkið er að beygja númeraplötuna aftaná bílnum eins og banana.

Ég vil bara geta hækkað án þess að allt fari í vitleysu með bassan og fá ríkan hljóm.

Ég get best líst þessu eins og: Allt annað er eins og að láta pissa í eyrað á sér....það er til fólk sem fýlar það en ég er ekki af þeim :lol:

Author:  Fyllikall [ Wed 30. Jun 2004 10:08 ]
Post subject: 

DLS eru með mjög góða hátalara og hafa alltaf verið með og þessir hátalar sem þú talar um eru með þeim bestu alveg sammála :wink:
Líka ef fólk er að pæla í hávaða en ekki gæðum þá á það fólk bara að hrúga þangað til að bíllin fer að missa rúður og annað.
Ég vil frekar gæðin :wink:

Author:  Kull [ Wed 30. Jun 2004 10:37 ]
Post subject: 

Ef þú vilt allt tíðnisviðið, alveg niðrí þessa dýpstu tóna þá þarftu keilu, engin spurning með það. Þetta er náttúrulega smekksatriði eins og margt, flestum nægir sjálfsagt tíðnisviðið sem góðir hátalara gefa en persónulega finnst mér gaman að finna smá titring í sætum og svona þegar lag með djúpum bassa er í gangi. En ef þú átt þessa 7x10 þá skil ég alveg að þú viljir nota þá.

Author:  Austmannn [ Wed 30. Jun 2004 11:00 ]
Post subject: 

Tíðnin sem þeir ráða við er 30 - 20.000 Hz, og er hver hátalari 150rms wött, þannig bara til að geta keyrt þá til fullnustu, þarftu 2 way 300rms watta magnara :shock:

Og þeir eru alveg nóg til að finna titring í sætunum, ekki það, að bæta 12" magnesíum doublemagnet keilu virkar líka fínt. :twisted:

Author:  Fyllikall [ Wed 30. Jun 2004 12:00 ]
Post subject: 

Þetta eru líka góðir hátalarar
http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=P93

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/