bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hurðir vilja ekki opnast E46
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=66128
Page 1 of 1

Author:  Addokonno [ Wed 07. May 2014 17:47 ]
Post subject:  Hurðir vilja ekki opnast E46

Halló, ég lenti allt í einu í því að hurðirnar vilja bara alls ekki opnast.
Á fjarstýringunni get ég bara opnað skottið og ég heyri að hann reynir að læsa sér þegar ég ýti á þann takka, en hann vill ekki opnast. Það virkar ekki að setja lyklana í hurðina og snúa.
Ég get hinsvegar opnað framrúðurnar ef ég held inni takkanum til þess að opna hurðirnar, og lokað þeim með læsingartakkanum. Ég gat ekki opnað hann að innanverðu, ég setti bílinn í gang og tók smá hring og ekkert lagaðist, ég er búinn að aftengja rafgeyminn og tölvan núllaði sig, en hurðirnar vilja enn ekki opnast.
Hefur einhver hugmynd um hvað gæti hugsanlega verið að?

Author:  sosupabbi [ Wed 07. May 2014 18:55 ]
Post subject:  Re: Hurðir vilja ekki opnast E46

Samlæsingartolvan hefur verið að klikka i þessum bilum

Author:  bjarkibje [ Wed 07. May 2014 21:22 ]
Post subject:  Re: Hurðir vilja ekki opnast E46

BCM tölvan er væntanlega að klikka, lenti í svipuðu veseni.

Ég á meira segja 1 eða 2 tölvur hehe, en það þarf að kóða við bílinn.
Farðu í Eðalbíla og talaðu við Bjarka, hann ætti að geta endurkóðað tölvuna við bílinn þinn :)

Author:  Addokonno [ Thu 08. May 2014 13:28 ]
Post subject:  Re: Hurðir vilja ekki opnast E46

haldið þið að það sé ekki hægt að laga þetta án þess að skipta um tölvuna ?

Author:  rockstone [ Thu 08. May 2014 14:39 ]
Post subject:  Re: Hurðir vilja ekki opnast E46

Addokonno wrote:
haldið þið að það sé ekki hægt að laga þetta án þess að skipta um tölvuna ?


ef tölvan er biluð þarf væntanlega að fá aðra ;) en er ekki best að láta bilanagreina þetta?

Author:  bjarkibje [ Thu 08. May 2014 14:42 ]
Post subject:  Re: Hurðir vilja ekki opnast E46

Addokonno wrote:
haldið þið að það sé ekki hægt að laga þetta án þess að skipta um tölvuna ?


jú a að vera hægt að endurkóða tölvuna við, veit ekki hvort það virkar alltaf samt

Author:  Leví [ Thu 08. May 2014 14:45 ]
Post subject:  Re: Hurðir vilja ekki opnast E46

Fann aðila sem gerir við þessar tölvur úti.

Menn hafa verið ánægðir með þetta og af því sem ég heef lesið hefur
þetta alltaf virkað.

Getur lesið um þetta hérna, það eru þarna inni upplýsingar um einkennin
þegar þessar tölvur bila og hvernig hægt er að hafa samband við þennan aðila
og upplýsingar um viðgerðina.

http://www.bmwgm5.com/GM5_Repair_Service.htm

Author:  slapi [ Thu 08. May 2014 19:34 ]
Post subject:  Re: Hurðir vilja ekki opnast E46

Við höfum verið að gera við þessar tölvur uppí Eðalbílum ;)

Author:  Leví [ Fri 09. May 2014 00:33 ]
Post subject:  Re: Hurðir vilja ekki opnast E46

slapi wrote:
Við höfum verið að gera við þessar tölvur uppí Eðalbílum ;)


Já okei snilld :thup: vissi ekki af því.

Author:  ///MR HUNG [ Wed 14. May 2014 19:10 ]
Post subject:  Re: Hurðir vilja ekki opnast E46

Annars á ég hana til.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/