bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

First Line varahlutir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=66120
Page 1 of 1

Author:  hjaltib [ Tue 06. May 2014 19:51 ]
Post subject:  First Line varahlutir

Er með x5 4.4 2001 með ónýta vatnsdælu, fékk vatnsdælu hérna á íslandi af gerðinni First Line,

Dælan leit alveg eins út og gamla og passaði á blokkina en þeir sem hafa gert þetta áður vita að það þarf að taka gamla vatnsláshúsið og setja á nýju, en það bara passaði ekki á nýju dæluna alveg sama hvernig það snéri, eitt boltagatið af fjórum var á röngum stað, okey ég hringi í búðina og læt þá vita af þessum galla og senda þeir mér nýja dælu, en þá er hún alveg eins og hin nýja sama boltagatið á röngum stað munar um 4-5 mm.

Svo ég spyr hver eru gæðin í þessu vörumerki hefur einhver reynslu af First Line varahlutum er þetta algengt eða er ég bara svona óheppinn að fá tvær gallaðar dælur?

Author:  slapi [ Tue 06. May 2014 19:55 ]
Post subject:  Re: First Line varahlutir

Settu inn myndir af þessu, er forvitinn

Author:  hjaltib [ Tue 06. May 2014 20:22 ]
Post subject:  Re: First Line varahlutir

eftir frekari leit á google virðist vera til tvær gerðir af vatnsdælum í x5, líta greinilega alveg eins út fyrir utan þar sem vatnsláshúsið boltast á og stútarnir eru öðruvísi,

Þetta er sú sem ég er með

Image

þessa vantar, glöggir menn sjá að eitt boltagatið er öðruvísi á þessari

Image

Author:  slapi [ Tue 06. May 2014 21:19 ]
Post subject:  Re: First Line varahlutir

Bingo , en stóri munurinn er að það eru ekki fyrir smelltar hosur. og þarf af leiðandi passar ekki
Ertu ekki alltaf að fá bara vitlausa dælu?

Author:  sosupabbi [ Wed 07. May 2014 00:05 ]
Post subject:  Re: First Line varahlutir

Hef keypt fóðringar og enda i þessu merki og það virðist vera flott gæði, amk fæ eg ál spyrnur osfv i e34/e32, annað en bilanaust sem er bara með stál

Author:  Danni [ Wed 07. May 2014 00:47 ]
Post subject:  Re: First Line varahlutir

Gæða stuff af minni reynslu amk.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/