Sælir
Ég er með E60 530 Disel 2005 árg.
Stýrislásinn á bílnum er pikkfastur, alveg sama hvað ég jugga stýrinu og reyni að snúa helv lyklinum það er bara ekki séns hann losni.
Hann hefur verið að detta í stýrislás annað slagið og þá hefur maður þurft að vera pínu lipur til að ná honum úr lásnum, svo festist hann á í dag hjá kærustunni minni og eftir nokkurrar stunda bras losnaði hann, svo 15 mín seinna fer lásinn á aftur og það er bara ekki séns að losa hann
Það var smíðaður nýr lykill í hann um daginn sem hefur ekki verið neitt vesen með en velti fyrir mér hvort þetta gæti haft eitthvað með lykilinn að gera. Gamli lykillinn er í Rvk svo ég er ekki búinn að prufa hann en ætla fá hann sendan á morgun og sjá hvort það geri eitthvað
Google vinur minn segir mér að það sé nú svosum ekkert nýtt að það séu vandamál með stýrislásinn á BMW en ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér hérna sérstaklega þar sem ég er staddur á Egilsstöðum
Öll hjálp vel þeginn
