bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vandamál með stýrislás á E60
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=66056
Page 1 of 1

Author:  Lundqvist35 [ Fri 02. May 2014 22:18 ]
Post subject:  Vandamál með stýrislás á E60

Sælir

Ég er með E60 530 Disel 2005 árg.

Stýrislásinn á bílnum er pikkfastur, alveg sama hvað ég jugga stýrinu og reyni að snúa helv lyklinum það er bara ekki séns hann losni.
Hann hefur verið að detta í stýrislás annað slagið og þá hefur maður þurft að vera pínu lipur til að ná honum úr lásnum, svo festist hann á í dag hjá kærustunni minni og eftir nokkurrar stunda bras losnaði hann, svo 15 mín seinna fer lásinn á aftur og það er bara ekki séns að losa hann

Það var smíðaður nýr lykill í hann um daginn sem hefur ekki verið neitt vesen með en velti fyrir mér hvort þetta gæti haft eitthvað með lykilinn að gera. Gamli lykillinn er í Rvk svo ég er ekki búinn að prufa hann en ætla fá hann sendan á morgun og sjá hvort það geri eitthvað

Google vinur minn segir mér að það sé nú svosum ekkert nýtt að það séu vandamál með stýrislásinn á BMW en ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér hérna sérstaklega þar sem ég er staddur á Egilsstöðum

Öll hjálp vel þeginn :)

Author:  Lundqvist35 [ Sat 03. May 2014 16:27 ]
Post subject:  Re: Vandamál með stýrislás á E60

Jæja þá er ég búinn að prufa gamla lykilinn og hann er greinilega ekki vandamálið.
Kannski er þetta alveg afleitt, en ég var að velta þessu fyrir mér er eitthvað sem mælir gegn því að ég einfaldlega taki stýrislásinn úr bílnum og hafi hann bara stýrisláslausann. Við erum nú einu sinni à Íslandi + hvenar notar maður nokkurn tímann stýrislásinn

Author:  slapi [ Sun 04. May 2014 08:55 ]
Post subject:  Re: Vandamál með stýrislás á E60

E65 er ekki með stýrislás.

Það er eitthvað skrýtið í gangi, meðaðvið lýsinguna þá þarf allavega að rífa þetta til að sjá hvað er í gangi.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/